Heimilisritið - 01.01.1954, Side 65

Heimilisritið - 01.01.1954, Side 65
ið á heimili hans sem vinnukona ! Hann vissi reyndar, að svona dekursdömum gat dottið það ó- trúlegasta í hug, til þess að hafa gaman af, en hvernig átti þá að skýra þátttöku brytans í því gamni ? ,,Elsku hjartans barn“, var frú Manton að segja. ,,Þetta er of hörmulegt! Ég sé vel að þú ert ekki með sjálfri þér. Og hvar náðirðu í þessi föt ? Guði sé lof fyrir það, að Jean sér þig ekki svona klædda — hann tekur svo mikið tillit til þess, hvernig stúlk- ur eru klæddar. Mér finnst það stundum fullmikið af því góða. Veslings drengurinn hefur verið svo miður sín. Já hann er meira að segja hérna á hótelinu með mér og vonast eftir fréttum af þér. Þegar þú sérð hann aftur, elskan, muntu sannfærast um, hvað hann elskar þig heitt og innilega. En ég skal ekki tala máli hans — það er hann einfær um. En eins og ég sagði, hvað erfu að gera í þessum ómögulegu fötum ? Manni gæti dottið í hug, að þú værir þjónustustúlka, elsk- an !“ ,,En hún hefur verið vinnu- kona hjá okkur,“ sagði Ralph. ,,Vinnuf^ona y^ar!“ Frú Manton rak upp lágt óp, hrökl- aÖist aftur á bak og greip í stól- bak til þess að styðja sig. ,, Vinnukona hjá ykkur?“ endur- tók hún veikri rödd. ,,Nú — en, ég skil þetta ekki.“ Og þar sem allir þögðu, muldraði hún : ,,Ves- lings, veslings telpan getur ekki hafa verið með sjálfri sér. En mér datt það líka í hug, þegar hún strauk burtu daginn, sem hún átti að giftast Jean mínum, blessuðum.“ Hún sneri sér að mæÖginunum. ,,Hún var að því komin að giftast fallegasta og bezta manni í heimi. Og hvað haldiÖ þið, að hún hafi gert, meðan hann svo að segja beiS fyrir altarinu ? Hún hljóp í burtu, án þess að láta nokkurn vita, hvert hún færi. Jean blessaður hefur auðvitað tekið sér þetta nærri, og hann gerði sér ferð með mér til Englands, í þeirri von að finna hana. En að hún væri hér og í vinnukonustarfi hjá ykkur! Taugarnar, vitanlega, spenning- urinn í szimbandi við undirbúning brúðkaupsins, og allt það. Eg sagði Jean alltaf, að eftirvænt- ingin hefði gert Katrínu dálítið —“ hún leitaÖi að orði — ,,gleymna, já. En nú, fyrst við höfum fundiÖ hana aftur, verður allt í bezta lagi. Jean, blessaður, verður svo feginn, svo glaður og ánægður . . .“ ,,Mér þætti gaman að vita, hver þessi Jean er," tók Ralph fram í fyrir henni. (Frh.) JANÚAR, 1954 63

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.