Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 18
Tuttugu ár eru síðan ég kynntist Hugo Þórissyni Takk Hugo É g kynnti mig einfaldlega sem Erlu á Fréttatímanum í byrjun símtalsins. „Erla Hlynsdóttir?“ spurði hann. Það gladdi mig og ég velti fyrir mér hvort hann myndi eftir mér eftir allan þennan tíma. Þeg- ar ég hafði bókað viðtal við Hugo Þórisson til að ræða við hann um krabbamein- ið og við mælt okkur mót ákvað ég að láta bara vaða: „Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég var hjá þér þegar ég var unglingur.“ Jú, hann mundi og sagðist hafa lesið mikið eftir mig. Ég varð enn glaðari. Tuttugu árum síðar höfðu hlut- verkin snúist við. Ég var nú mætt við dyrnar hans til að taka hann í viðtal, en ekki hann mig. Efst í horninu á hurðinni var sand- blásin tilvitnun í Litla Prinsinn: „Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: Maður sér ekki vel nema með hjart- anu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Þegar hann kom til dyra sagði ég að þetta væri falleg tilvitnun, og úr uppáhaldsbók pabba míns. Hugo sagði að þetta væri í raun tilvitnun allrar fjölskyld- unnar hans. Ég var í gagnfræðaskóla, nýflutt aftur á mölina þegar ég týndi sjálfri mér. Kannski týndi ég mér fyrr en þarna varð það áþreif- anlegt. Ég byrjaði ung að drekka og gleypa sjóveikitöflur. Ég hætti að fá hæstu ein- kunnina í bekknum og strauk úr unglinga- vinnunni til að hanga niðri á Lækjartorgi. Mamma var ráðalaus og pantaði tíma fyrir mig hjá hinum og þessum fagaðilum. Mér fannst þeir allir asnar og vildi ekkert við þá tala. Hugo var síðastur í röðinni. Loksins vildi ég bæði tala og hlusta. Líklega hljómar þetta eins og ýkjusaga en nákvæmlega svona var þetta. Af einhverjum ástæðum ákvað ég að treysta Hugo og taka mark á honum. Hann kom því til leiðar að ég fór í heima- vistarskóla, missti tengslin við gömlu vinina, byrjaði aftur að læra og fékk verðlaun fyrir námsárangur. Nokkrum árum seinna fór ég á Dale Carnegie-námskeið fyrir hans tilstilli. Frá því ég var barn var ég svo feimin að það jaðraði við sjúkleika. Smátt og smátt jókst sjálfstraustið. Ég fór ítrekað út fyrir þæg- indahringinn minn en ég fékk líka aðstoð. Eftir að viðtalinu við Hugo fyrir Frétta- tímann var lokið slökkti ég á upptökunni og við ræddum eilítið um fortíðina. Hann hafði áhyggjur af því að ég hefði verið ósátt við að vera send út á land í heimavist. Ég sagðist vissulega hafa veriði ósátt en eftir á að hyggja hefði þetta gert mér mjög gott. Ég sagði honum það ekki þá en í gegn um árin hef ég alltaf hugsað afar hlýlega til Hugos. Ég hef lesið öll viðtöl við hann og horft á alla þætti með honum. Ég hef spurt mömmu mína hvort hún hafi séð þetta eða hitt sem hann skrifaði, og hún hefur spurt mig hvort ég hafi lesið þetta eða hitt eftir hann. Hann var skólasálfræðingur dóttur bróður míns þegar hann skildi við konuna sína. Litla frænka mín, sem reyndar er löngu hætt að vera lítil, hitti Hugo til að ræða um skilnað foreldra sinna sem hún tók mjög nærri sér. Henni finnst hann „frábær.“ Eiginlega reiknaði ég með því að þetta yrði eins og hvert annað viðtal þegar ég fór og hitti Hugo. Ég hef alltaf verið einkar lagin við að aðskilja vinnu og einkalíf. Viðtalið var auðvitað hefðbundið í raun en eftir það var ég afskaplega glöð. Mér fannst gaman að hafa hitt manninn sem skipti svo miklu í lífi mínu þrátt fyrir að ég hefði ekki talað við hann í árafjöld. Ég sagði honum að ég væri þakklát fyrir alla hjálpina en það hefur alltaf legið betur fyrir mér að skrifa en að tala. Nú segi ég og skrifa: Takk, Hugo. Dönsku astma- og ofnæmissamtökin Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI NEUTRAL.IS Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is 50 ár eru liðin síðan fyrsta konan fór út í geim. Það var sovéski geimfarinn Valentina Tereshkova. Alls hafa 57 konur farið út í geim. 51 árs var leikarinn James Gandolfini sem lést í vikunni. Gandolfini var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem mafíósinn Tony Soprano. Hann hlaut þrenn Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í The Sopranos. 14 ára sögu sjón- varps- þáttarins Silfurs Egils er lokið. Egill Helgason stýrði þættinum í fjögur ár á Skjá einum, önnur fjögur á Stöð 2 og síðustu sex árin hefur hann verið á RÚV. Vikan í tölum 5.000.000 krónur þarf íslenska ríkið að greiða auglýsingastofunni J&L eftir dóm Hæstaréttar. Stofan lagði út í kostnað vegna Inspired by Iceland- verkefnisins. 57.000 fermetrar er heildarstærð eigna félagsins HTO sem Íslandsbanki hefur auglýst til sölu. HTO á og rekur eignirnar á Höfðatorgi. Bókfært virði eignanna fyrir síðasta ár var 14,967 milljónir króna. 57.000 18 viðhorf Helgin 21.-23. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.