Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 21.06.2013, Blaðsíða 26
er komin í nýjan búning Nýjar og handhægar umbúðir tryggja hámarksendingu. OPNIST HÉR SAMA GÓÐA SKINKAN E N N E M M / S IA • N M 58 25 0 Íslenzkt skal það vera Ýmsar vörur og þjónusta eru kenndar við Ísland. Sumar hafa verið lengi á markaði, aðrar komu eftir bankahrunið E itt af stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er að þjóðmenning verði í hávegum höfð og í síðustu viku var staða þjóð- menningar og menningarmála í stjórnskipuninni rædd á alþingi. Skiptar skoðanir eru um það hvað teljist þjóð- menning og hvort og þá hvernig æskilegt sé að gera henni hátt undir höfði. Í hillum matvöruverslana eru ýmsar vörur á boðstólum sem merktar eru „íslensk- ar“ fyrir þá sem vilja eitthvað þjóð- legt í magann. Það vakti athygli árið 2011 þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsæt- isráðherra, til- kynnti að hann ætlaði á svokall- aðan íslenskan kúr og neyta aðeins íslenskra matvæla. Þar sem frést hefur að for- sætisráðherrann neyti drykkjarins Mountain Dew og súkkulaðisins KitKat er líklegt að íslenski kúr- inn hafi runnið sitt skeið á enda, í bili að minnsta kosti. Nú er hægt að maula Ís- landskex í kaffitímanum og jafnvel smyrja það með Ís- landssultu. Ef vel á að vera er hægt að fullkomna Íslandskexið með sneið af Góðosti, sem ku vera jafn íslenskur og síðasta lag fyrir fréttir. Fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir kex er líka á boðstólum brauð, kennt við landið. Herlegheit- unum er svo hægt að renna niður með Íslandskaffi. Í auglýsingaherferð vegna tilkomu Góðostsins á síðasta ári, sem áður hét Gouda ostur, var hluti af gríni herferðarinnar að fylla út umsóknareyðu- blað fyrir ostinn hjá Þjóðskrá og óska eftir nafnabreytingu. Á eyðublaðinu sagði að ostinum væri einfaldlega farið að finn- ast asnalegt að vera með útlenskt nafn þegar hann væri í rauninni rammíslenskur. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Hjá Bakarameistaranum er boðið upp á Íslandsbrauð. Kexverksmiðjan hefur boðið upp á Íslandskex frá árinu 1996 og að undanförnu hefur tveimur nýjum tegundum af Íslandskexi verið bætt í vöruúrvalið. Búbót framleiðir þrjár tegundir af Íslandssultu – rabarbara, bláberja og jarðarberja. Í auglýsingum Íslenska góðostsins kemur fram að hann sé jafn íslenskur og leggur og skel. Einnig er hann sagður jafn íslenskur og Gísli, Eiríkur og Helgi og sömuleiðis jafn íslenskur og nesti og nýir skór. Á vegum Ferskra kjötvara eru vörumerkin Íslandsnaut, Íslandslamb og Íslands- grís. Hamborgarafabrikkan við Höfðatorg og á Akureyri heitir ekki aðeins Hamborgarafabrikkan, heldur Íslenska Hamborgarafabrikkan. Nýja Kaffibrennslan á Akureyri framleiðir Íslands- kaffi sem er þó frá Mið- og Suður-Ameríku og Afríku en er brennt, malað og pakkað á Íslandi. Íslendingar hafa stolist í Konsúm suðusúkkulaði frá árinu 1933. Slagorð auglýsingar Thule bjórsins, Ísland bezt í heimi, líður seint úr minni. Í auglýsingum SS á pulsum er bent á að Íslendingar borði SS pylsur en sjálfsagt hefur þó enginn lyft þessu alíslenska tákni hærra en Bill Clinton. 26 úttekt Helgin 21.-23. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.