Fréttatíminn - 21.06.2013, Qupperneq 36
36 golf Helgin 21.-23. júní 2013
Golf unGa fólkið lætur til sín taka
Hleyptu tánum út
Þú færð vinsælu sandalana í Útilíf
Tanza
Herrasandalar
16.990 kr.
Tirra
dömusandalar
15.990 kr.
utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
f yrra stórmót íslenska golf-sumarsins fer fram á Ham-arsvelli í Borgarnesi um
helgina. Þar munu bestu kylfingar
landsins keppast um Íslandsmeist-
aratitilinn í holukeppni. En það eru
ekki bara fullorðnir atvinnukylfing-
ar sem berjast til sigurs á mótaröð
þeirra bestu. Inn á milli er afrakst-
ur ungliðasarfsins hjá golfklúbb-
unum og Golfsambandsins þessi
síðustu ár. Grjótharðir unglingar
sem gefa þeim eldri ekki tommu
eftir. Til að kynnast því á eigin
skinni hve góðir ungu kylfingarnir
okkar eru orðnir var slegið í léttan
æfingahring með tveimur af þeim
efnilegustu. Ragnhildi Kristins-
dóttur og Fannari Inga Stein-
grímssyni og svo mér, næstum því
fertugum, helgarhakkara með rétt
tæplega 17 í forgjöf.
Ég er meðalgolfari og veit allt um
það. Enda spila ég jafnan með öðr-
um meðalgolfurum og þekki ekki
annað – nema úr sjónvarpinu nátt-
úrulega. En að horfa á Tiger, Rory,
Sergio og þessa gúbba hefur ekki
mikið með raunveruleika minn hér
að gera. Unglingarnir sem spiluðu
með mér, Ragnhildur og Fannar
Ingi eru á hinn bóginn raunveru-
leg og spila hér sitt golf. Eru tvö af
þeim fjölmörgu efnilegu kylfingum
sem eru að banka á dyrnar á Eim-
skipamótaröðinni þetta sumarið
og sigur er að sjálfsögðu á stefnu-
skránni hjá þeim báðum.
Ég skíri þig golf
Það sem ég kalla golf og það golf
sem þau spila er ekki alveg það
sama. Þegar unga fólkið var að
setja boltann á ákveðna staði á vell-
inum reyndi sá sem þetta skrifar
Ungir aldna temja
Ragnhildur Kristins-
dóttir er 15 ára reykjavíkurmær
sem var að klára skólaskylduna.
Hún byrjaði að spila golf svona um
það bil þegar skólaganga hennar
hófst fyrir um 10 árum. Er með 3 í
forgjöf og spilaði sinn fyrsta hring
undir 80 höggum fyrir þremur árum.
Eldri bræður Ragnhildar voru aðal
ástæðan fyrir því að hún kaus golfið
og eitt af markmiðum hennar var að
vinna þann eldri. Sá er Ögmundur
Kristinsson, markvörður Fram í fót-
bolta. Með í kring um fjóra í forgjöf
og er því enginn aukvisi. Þetta mark-
mið náðist í fyrra þegar litla systir
lagði stóra bróður loksins að velli.
Ögmundur var reyndar nýlega valinn
í A-landsliðið í fótbolta þannig að það
gæti aðeins að linað þjáningar hans.
Ja, þangað til að landsliðsfélagarnir
lesa þetta.
Fannar Ingi Steingrímsson úr Hveragerði er golf-
undur. Hann byrjaði að spila eftir að pabbi hans horfði á Opna breska
meistaramótið í sjónvarpinu árið 2007 og keypti kylfur handa sér og
syninum. Fannar er þó löngu orðinn föðurbetrungur í golfinu enda
leiddi hann eftir fyrsta dag á Eimskipamótaröðinni í Vestmannaeyj-
um fyrir tveimur vikum. Og við erum ekkert að tala um hans
aldursflokk eitthvað. Hann var bara efstur, punktur!
Setti líka vallarmet á Hellu helgina áður. Spilaði á 65
völlinn á höggum. Fyrir smá
samhengi er Fannar
fjórtán ára og spilar
með kylfunum sem
hann fékk í fermingar-
gjöf. Ekki er því of langt
seilst með því að bera hann
saman við jafnaldra hans,
Guan Tianlang hinn
kínverska, sem sló
í gegn á Masters
mótinu í vor.
Fannar Ingi
og Raghildur
kenndu blaða-
manni réttu
handtökin.
FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN
Í Vegahandbókina er komin
ítarleg 24 síðna kortabók,
með yrlitskortum,
1:500 000, sem gefa skýra
yrsýn yr landsvæði
Íslands og auðvelda notkun
bókarinnar.
Vegahandbókin Sundaborg 9 sími 562 2600 www.vegahandbokin.is
Allt í einni bók
Fullt verð 4.990 kr.
1.000 kr. afsláttur ef þú kemur með
gömlu bókina
( einungis hægt að skipta í
bókabúðum,
ekki bensínstöðvum )
Dermatude Meta-Therapy
Ný byltingarkennd
meðferð sem vinnur gegn
öldrunarmerkjum húðar.
Skilvirkasta
endurnýjunarferli
húðarinnar með
Dermatude
Meta-Therapy
Sjá Dermatude snyrtistofur www.dermatude.is