SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 3

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 3
Afallahjálp nauðsynleg eftir svona lífsreynslu -segir Jóhanna Sigurjónsdóttir í Vesturbæjarútibúi Búnaðarbankans Afgreiðslusalurinn þar sem ránið var framið. „Það var áfallahjálpin sem réði úrslitum. í mínu tilviki kom áfallið daginn eftir. Þá missti ég allan mátt tvisvar sinnum, í fyrra skiptið varði ástandið í hálfan annan tíma og í seinna skiptið í klukkutíma. Ég vissi hins vegar að þetta var eðlilegt vegna þess að Rudolf R. Adolfsson, geðhjúkrunar- fræðingur, sem veitti okkur áfallahjálpina daginn áður, skömmu eftir að ránið var framið, hafði sagt okkur að við mættum eiga von á áfalli í kjölfar þessarar lífsreynslu." etta segir Jóhanna Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri í Búnaðarbanka Islands, Vesturbæjarútibúi, en eins og kunnugt er varð hún og samstarfsmenn hennar fyrir ógnvænlegri reynslu 18. desember, þegar vopnað rán var framið í útibúinu. Þrír grímuklæddir glæpamenn réðust inn í bankann, vopnaðir hnífum og haglabyssu. Hjá öðrum starfsmönnum útibúsins lýsti áfallið sér með ýmsum hætti. Sumir áttu erfitt með svefn og einn starfsmaður, sem fyrir ránið hafði setið þannig í afgreiðslusalnum að hann sneri baki við útidyrum, kýs nú fremur að snúa fram og sjá yfir salinn til dyranna. Flest eiga þau þó sameiginlegt, að hrökkva í kút við óvænt hljóð. Einnig bar á því fyrstu dagana að þau áttu erfitt með að einbeita sér. „Hjá mér bar einnig mjög á óþolin- mæði“, segir Jóhanna. „A eftir spurði maður sig hvort þetta hefði verið bíó eða raunveruleikinn og maður verður æði smár og hjálparvana fyrir framan byssuhlaup og hnífa. Svo vakna ýmsar spurningar þó þetta langt sé um liðið: - Var byssan hlaðin? - En sjálfsagt vill maður ekkert um það vita.“ Morguninn sem ránið var framið voru níu starfsmenn í útibúi Búnaðarbankans við Vesturgötu. Sex voru við störf niðri í afgreiðslusalnum, þrír voru í kaffí á hæð- inni fyrir ofan. Jóhanna segir, að ránið sjálft hafa aðeins tekið örskotsstund og hafi verið yfirstaðið áður en starfsfólkið hafði í raun gert sér grein fyrir hvað var á seyði. Við hugsum auðvitað oft um það hvað hefði getað gerst. Við vorum fegin hve fáir viðskiptavinir voru inni og við spurðum okkur hvað hefði gerst til dæmis ef fólk hefði verið inni með ung böm, sem hefðu farið að gráta. Maður hugsar ferilinn alltaf af og til, upp aftur og aftur. Starfsfólkið var á vinnustað ránsdaginn fram til klukkan fimm og á tilsettum tíma daginn eftir voru allir komir til starfa á ný. Jóhanna segir að áfallahjálpin hafi verið ómetanleg, en Rúdolf R. Adolfsson kom á staðinn klukkan 14 og var til klukkan 17, en skömmu eftir ránið höfðu trúnaðar- læknir bankans, Magnús Böðvarsson og Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir Búnaðar- bankans, komið og verið starfsmönnum til halds og trausts. En hvernig fer áfallahjálp fram? Jóhanna: „Fólk situr í hring og talar um hugsanir, tilfinningar og viðbrögð. Hver og einn má tala eins og hann vill og þeir mega líka þegja sem það vilja. Einnig sagði Rúdolf okkur á hverju við mættum eiga von í kjölfar þessarar reynslu, þannig að áfallið kom engum á óvart. Hann kom síðan til okkar einum fjórum sinnum næstu daga eftir ránið og kemur aftur núna fijótlega á nýja árinu.“ En hver voru viðbrögð viðskiptavina útibúsins eftir ránið? „Við fengum mjög mikla samúð þeirra og þeir sendu okkur bæði blóm og konfekt. Langflestir þeirra voru samúðarfullir í okkar garð. Einn og einn gantaðist með þetta. Fólk sem ekki lendir í svona reynslu áttar sig ekki á því hversu alvarlegt þetta er. Við urðum líka vör við mikla samkennd frá félögum okkar, bæði í Búnaðarbankanum og öðrum bönkum og margir sögðu okkur að þeir hefðu velt því fyrir sér hvernig lífsreynsla það væri ef slíkur atburður yrði einmitt hjá þeim.“ Hverjum augum lítur Jóhanna á fræðslu um öryggismál eftir ránið? „Mér leiddist alltaf þegar verið var að fara yfir þau mál og fannst satt að segja að annað væri brýnna og mikilvægara. Hins vegar lítum við þessi mál öðrum augum nú.“ „Og það er ekki örgrannt um að viðhorf manns breytist á fleiri sviðum við þvílíka lífsreynslu. Til að mynda var haft samband við útibúið og vildu aðstandendur grín- þáttar kynna sér aðstæður, þar sem þeir hugðust nota ránið sem fyrirmynd í grín- þátt. Þetta gátum við ekki skilið. Við sjáum ekkert fyndið við þetta“, segir Jóhanna Sigurjónsdóttir að lokum. 3

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.