SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 7

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 7
eiginlegan lífeyrissjóð. 3) Eg held að það verði svipað og hjá Islandsbanka. Spurning er reyndar hvort bankar séu búnir að fækka fólki í botn núna, en ég held að það verði örugglega tilfærslur í stöðum. Spuming hvort mann- skapur sé ekki korninn í lágmark hjá við- komandi bönkum, fyrir utan áframhald- andi afleiðingar tækniþróunar. LÍ hefur t.d. þegar fækkað mikið. 4) Ég held að SÍB eitt og sér geti ekki tryggt fólki óbreytt réttindi, en ég veit að vilji er fyrir að fólk sé ekki rekið. En með hliðsjón af áður nefndum tilfærslum í störfum geta orðið óæskilegar breytingar. 5) Ég held að SIB eigi að vera með í söluumræðunni og öllu sem viðkemur þessum hlutum. Þórunn K. Þorsteinsdóttir. Þórunn K. Þorsteinsdóttir, þjónustu- fulltrúi í Landsbnnka, aðalbanka. Einn lífeyrissjóður lausnin 1) Ég held að við getum ekki svarað með jái eða neii. En ef við skoðum láns- traust Landsbankans erlendis, þá held ég að þetta væri neikvæð breyting. Margir okkar viðskiptavina eru hér af því þeir telja sinni stöðu best borgið í Landsbank- anum sem ríkisbanka. Ég er ekki mjög hlynnt sölu á bankanum, en tel að það sé í lagi að breyta honum í hlutafélag. 2) Ég tel að við getum haldið okkar nú- verandi lífeyrissjóðsréttindum í einum bankamannasjóði og þá væri æskilegt að allir bankamenn komi inn í þann sjóð. Við eigum alla möguleika á því. 3) Ég er ekki hrædd við launalækkun en held að kjör okkar geti breytst á ýmsuni öðrum sviðum. Við erum bundin kjarasamningi bankamanna og þeim lág- marksviðmiðunum sem þar eru, en þetta gæti þýtt að bankarnir teldu sig frjálsari að greiða fólki í samræmi við vinnuframlag. 4) Já, ég held að SIB hafi nægilega skýra stefnu, en er ekki viss um að það sé nægilega sterkt til að tryggja rétt okkar. Mér hefur ekki fundist það í seinni tíð. 5) Nei, ég tel ekki að SÍB eigi að hafa skoðun á sölu eða breytingum á rekstrar- formi. Sambandið á fyrst og fremst að huga að réttindum félagsmanna ef slík breyting á sér stað. Þór Símon Ragnarsson, útibússtjóri Landsbanka, Háleitisútibúi. SÍB þarf að vanda sig 1) Það má kannski segja að í þessu samkeppnisumhverfi sé það orðið nauð- synlegt að breyta yfir í hlutafélagaform. En það skiptir miklu máli hvernig það er gert og getur ekki gerst með neinum hraði. I dag er mjög mörgum spurningum ósvar- að. Ég vildi hafa meiri upplýsingar undir höndum áður en ég legði mat á ágæti hug- myndarinnar. 2) Þetta er mjög viðkvæmt samnings- atriði, en ég held að með hlutafélagaformi séu ríkisbankarnir óhjákvæmilega komnir út á „markaðinn" og tel ekki ólíklegt að starfsmenn bankanna enduðu í Lífeyris- sjóði VR. Það þýðir miklu rýrari kjör fyrir starfsmenn SIB, ef marka má umræðu um stöðu almennra lífeyrissjóða í dag. 3) Ég skal ekki segja, ef sú röksemd gildir að hlutafélagaformi fylgi betri rekst- ur þegar til lengri tíma er litið, kann auð- vitað að gerast að starfsmenn njóti betri kjara. En ég á eftir að sjá það gerast. 4) Ég hef ekki fylgst svo mikið með málflutningi SIB, en tel augljóst að þessi mál eru mjög vandasöm fyrir SIB. SIB þarf að halda mjög vel á spöðunum, gæta vel að öllum samningum og passa að semja ekki af sér. 5) Ég held að það sé skynsamlegt og nauðsynlegt af SIB að taka þátt í umræð- unni og mynda sér skoðun. Það er kannski ekki tímabært í dag fyrir SIB að taka af- stöðu til þess hvort breyta skuli bönkunum í hlutafélög, en það kemur að því. Umræð- an þarf að fara fram svo SÍB geti mótað sína stefnu í málinu. Sólborg Þórisdóttir, gjaldkeri Búnaðar- bankanum, Laugavegi 3. Erlendur banki kaupi Búnaðarbanka 1) Nei. Mér finnst að það eigi að selja Búnaðarbankann erlendum banka og fá smá samkeppni inn í þetta. Það er betra heldur að láta einhverja íslenska fjár- glæframenn sem hafa ekkert vit á bankamálum fá bankann. Sólborg Þórisdóttir. 2) Ég veit ekkert um það, en sjálfsagt breytist það. 3) Ég hugsa að fólki verði sagt upp og það ráðið aftur. Ég reikna frekar með að launin hækki þegar bankinn er orðinn einkarekinn. 4) Hafa þeir nokkuð með það að segja, förum við ekki í annað stéttarfélag ef það verður selt? 5) Nei, ég held að SIB eigi bara að hugsa um starfsmennina, ekki hvort það eigi að selja eða ekki. Gunnhildur Kristjánsdóttir. Gunnhildur Kristjánsdóttir, gjaldkeri í Landsbankanunt, Bankastræti 7. Sala ekki hagkvæm fyrir okkur 1) Já, ég held það, ég tel að það sé ágætt að ríkisvaldið sé ekki að skipta sér af þessu og þetta sé ekki pólitískt apparat. 2) Það fer eftir því hvernig til tekst með samninga. Ég hef ekki hugsað þetta svo mikið að ég geti sagt hvort ég telji lfklegra. 3) Ég held að það yrðu uppsagnir. Þjóðhagslega held ég að þetta verði hag- kvæmara, en ég er ekki viss um að það verði betra fyrir okkur. Ég held að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af kaupi og kjörum. 4) Mér finnst SÍB hafa lítið talað um þessi mál. Við höfum í öllu falli ekki heyrt mikið. 5) Mér finnst að SÍB eigi að hafa skoðanir á því hvaða rekstrarform er á bönkunum, en þeir ráða kannski engu um það. 7

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.