SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 9

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 9
Hver segir satt um ríkisbankana? Sérkennilegar uppákomur hafa orðið í fjölmiðlum á síðustu dögum og vikum í tengslum við fyrirætlanir viðskiptaráð- herra að breyta ríkisviðskiptabönkunum tveimur í hlutafélög. Þannig hefur formað- ur nefndar um breytinguna og sérlegur fulltrúi viðskiptaráðherra, Gunnlaugur Sigmundsson, ítrekað komið fram og lýst yfir því að selja beri a.m.k. annan bankann og gera umfangsmiklar og róttækar breyt- ingar á öllu bankakerfi landsins. Þetta segir hann þvert ofan í eigin yfirlýsingar og viðskiptaráðherra um að ekkert annað sé á döfinni en að breyta bönkunum í hlutafélög. Að þessu tilefni sendi SIB Gunnlaugi eftirfarandi bréf: „Fulltrúar Sambands fslenskra banka- manna, Félags starfsmanna Landsbanka íslands og Starfsmannafélags Búnaðar- banka íslands hafa nýverið átt fundi með nefnd þeirri er þú veitir forstöðu fyrir hönd viðskiptaráðherra, og vinnur að gerð frumvarps um breytingu á rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna tveggja. A þessum fundum hafa nefndarmenn fullyrt við okkur að ekkert annað væri á döfinni en að breyta bönkunum tveimur í hlutafélög, sem áfram yrðu í eigu ríkisins. Sömu full- yrðingar koma fram í bréfi sem viðskipta- ráðherra sendi öllum starfsmönnum Landsbanka og Búnaðarbanka. I ljósi þessara fullyrðinga hafa fulltrúar SIB, FSLI og SBI síðan unnið. f fréttum Stöðvar tvö hinn þriðja og fjórða janúar síðastliðinn birtust hins veg- ar viðtöl við þig og fjármálaráðherra, sem ótvírætt benda til þess að fleira hangi á spítunni en einvörðungu það að breyta bönkunum í hlutafélög í eigu ríkisins. Þannig segir þú það skoðun þína í viðtali í fréttum Stöðvar tvö hinn 3. janúar, að þú teljir þjóðina ekki hafa efni á því að reka bankakerfi í núverandi mynd og teljir að pólitískur vilji sé til þess að selja Búnaðar- bankann og þú viljir sjá möguleikana á því að - við getum tekið alla þessa mynd til endurskoðunar á kjörtímabilinu -. í fréttum Stöðvar tvö hinn 4. janúar segir fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, að sér lítist vel á að Búnaðarbankinn verði seldur, t.d. á næsta ári og að hann telji ekki minnsta vafa á því að á Alþingi sé meirihlutavilji fyrir sölu a.m.k. annars ríkisviðskiptabankans. Við fulltrúar SÍB, FSLÍ og SBÍ lýsum furðu okkar á ofangreindum yfirlýsingum, í Ijósi þess sem fullyrt hefur verið í okkar eyru á fundum okkar með nefndinni sem þú veitir forstöðu og málflutnings við- skiptaráðherra fram að þessu. Við teljum þessar yfirlýsingar afar óheppilegar og breyta að miklu leyti þeim forsendum sem við höfum unnið eftir á undanförnum mánuðum. Því óskum við eftir fundi með nefndinni hið allra fyrsta, þar sem við munum krefjast skýringa á raunverulegum tilgangi með breytingu ríkisviðskiptabank- anna í hlutafélög. Við erum þeirrar skoð- unar að umræddar yfirlýsingar í fréttum Stöðvar tvö hafi gjörbreytt stöðu mála og að vinna þurfi að málum með hliðsjón af þeim nýju viðhorfum sem þar komu fram. Yfirlýsingarnar hafa valdið miklum óróa og óvissu í röðum starfsmanna, sem eiga fullan rétt á að fá sannar og réttar upp- lýsingar um þau áform, sem uppi eru um fyrirtækin sem þeir starfa hjá." m'hi Við viljum ekki þrælahald I ' B ^**Nl * -Sfifl 1 1 \ ' 1 i 1 —. VrfhÉfl ^A w* Vilhelm G. Kristinsson. s Eg er hættur að kaupa inn á föstu- dögum. Ég fer á laugardögum, eða jafnvel á sunnudögum, vegna þess að það er alltaf opið. Hversu margir neytendur eru farnir að hugsa svona, eftir að af- greiðslutími verslana var gefínn frjáls? Tölur sýna að verslun hefur ekki aukist. Kaupmenn fá ekki meira í kassann. Verslunin dreifist einungis á lengri tíma og kostnaður við reksturinn hefur vaxið. Þennan kostnað greiða neytendur í hærra vöruverði. Sumir segja 10%. En hversu margir leiða hugann að hlutskipti verslunarfólksins? Aukin sam- keppni í verslun og afgreiðslutími sem löngu er farinn úr böndunum hafa lagt starfsfólkinu þungan kross á herðar. Hver er staða hins ófaglærða starfsmanns þegar verslunareigandinn óskar eftir því að hann vinni Iangt fram á kvöld og um helgar? Er líklegt að hann skorist undan því að vinna á þessum ókristilega tíma á meðan atvinnuleysisdraugurinn vomir utan við verslunardyrnar eins og vargur í fugla- bjargi? Varla. Nú er svo komið að eina starfsstéttin sem ekki á frí á frídegi verslunarmanna eru verslunarmenn sjálfir. Grátbroslegt hlutskipti það. Formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, Magnús L. Sveinsson, segir, að líkja megi ástandinu í stéttinni við þrælahald. En hvers vegna er verið að ipmra á vandamálum verslunarmanna í málgagni bankastarfsmanna? Jú, vegna þess að við getum dregið mikilvægan lærdóm af þrælabúðum verslunarinnar. Eins og fram kemur á forsíðu lögðust bankar og sparisjóðir svo lágt að kikna undan þrýstingi verslunareigenda og opna nokkra afgreiðslustaði laugardaginn 23. desember, Þorláksmessu. Þessi ákvörðun var allsendis óþörf, þar sem næturhólfin hefðu gert nákvæmlega sama gagn. Nær hefði verið að stjórnendur viðkomandi banka og sparisjóða hefðu íhugað þá bölvun sem verslunareigendur í samtökum atvinnurekenda hafa skapað starfsmönn- um sínum og sjálfum sér með fáránlegum afgreiðslutíma sem enginn hefur beðið þá um. Þó að kröfur um aukna þjónustu hafi aukist í samfélaginu hefur mér vitanlega enginn beðið um að geta keypt í matinn öll kvöld og allar helgar. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir bankastarfsmenn að þessar ranghug- myndir nái ekki að skjóta rótum í hugum stjórnenda banka og sparisjóða umfram það sem orðið er. SIB hefur ávallt verið reiðubúið til þess að ræða afgreiðslutíma banka og sparisjóða með það fyrir augum að koma til móts við skynsamlegar óskir viðskiptamanna. En við viljum gera samn- ing um þennan tíma. Við líðum ekki að kjarasamningar séu brotnir eins og gert var á Þorláksmessu. Við viljum semja um skynsamlegan ramma að afgreiðslutíma og útfærslu á honum. SÍB hefur heimilað frávik frá hefðbundnum afgreiðslutíma þar sem það á við, svo sem á hótelum, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og víðar. Hins vegar er óverjandi með öllu að hver og einn banki fari sínar eigin leiðir. Þá er stutt í að okkar fólks bíði sama hlutskipti og verslunarmanna. Vilhelm G. Kristinsson, framkvœmda- stjóri SIB. 9

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.