SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 11

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 11
Iþrótta- og fjölskylduhátíð SÍB Krakkarnir kunnu vel að meta dagskráratriðin í Smáranum og tóku virkan þátt í leiknum. / Itilefni 60 ára afmælis SIB á nýliðnu ári var efnt til fjölbreyttrar íþrótta- og fjölskylduhátíðar í Smáranum í Kópavogi dagana 3. til 5. nóvember. Skemmst er frá að segja, að mikill fjöldi bankamanna og fjölskyldna þeirra tók þátt í hátíðinni. Auk fþróttakeppni voru á dagskrá fjölbreytt skemmtiatriði, einkum sniðin við hæfi yngri kynslóðarinnar. Úrslit í íþróttakeppni Hér fara á eftir úrslit í íþróttakeppni íþrótta- og fjölskylduhátíðar SIB. Knattspvrna Konur: Landsbanki, Búnaðarbanki, Reiknistofa/ Seðla- banki. Karlar: Búnaðarbanki, íslandsbanki - lið I. Handknattleikur Konur: Islandsbanki, Landsbanki, Seðlabanki/ Reikni- stofa. Karlar: Islandsbanki, Sparisjóðir, Búnaðarbanki. Körfuknattleikur Konur: Landsbanki, Reiknistofa/Seðlabanki. Karlar: Reiknistofa, Búnaðarbanki. Blak Konur: Landsbanki, íslandsbanki, Reiknistofa/ Seðla- banki. Karlar: Reiknistofa, Búnaðarbanki, Landsbanki. Skák Jóhann Om Sigurjónsson LI, Júlíus Friðjóns- son RB, Bjöm Þorsteinsson ÍB. Borðtennis Jóhann Örn Sigurjónsson LI, Heimir Bjarna- son BI. Sævar Guðjónsson RB. Badminton Kjartan Birgisson LI. Sturlaugur Filippusson BI, Halldór Jakobsson IB. Tennis Konur: Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir ÞHS, Guð- rún Sigurhjartardóttir LI. Karlar: Christian Staub BI, Þorlákur Kjartansson, Sparisjóði Hafnaríj. Kjarasamningum ekki sagt upp Launanefnd SÍB og bankanna, sem starfar samkvæmt kjarasamning- unum frá 8. júní 1995, komst að þeirri niðurstöðu síðla á nýliðnu ári, að ekki hefði verið tilefni til þess að segja upp kjarasamningun- um frá áramótum að telja. Forsendur slíkrar uppsagnar voru þær, að ríkisstjórnin stæði við yfir- lýsingar. sem gefnar voru við gerð kjarasamninga og ennfremur að verð- lagsþróun á samningstímanum í heild yrði áþekk því sem gerðist í helstu samkeppnislöndum, þannig að stöðug- leikinn í efnahagslífinu yrði tryggður. SIB mat fyrir sitt leyti sjálfstætt framvindu efnahags-, atvinnu- og verð- lagsmála með aðstoð félaga okkar í Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið tilefni til uppsagnar samn- inga á þeim forsendum. Vel hefur verið fylgst með launa- hækkunurn annarra hópa á nýliðnu ári. Ljóst er að launahækkanir hjá ríkis- starfsmönnum, að kennurum undan- skildum, eru unt 10,7% og með nýrri desemberuppbót til ASI-félaganna er meðallaunahækkun þar á bæ um 8,7%. SIB mun, ásamt sérfræðingum sín- urn, skoða launaþróunina að nýju á næstunni og í framhaldi af því meta hvort ástæða er til þess að óska eftir viðræðum við samninganefnd bank- anna á grundvelli 4. gr. í samkomulagi um kjarasamninga SÍB. Þar segir m.a.: „Óski annar hvor aðila. að gefnu sér- stöku tilefni, endurskoðunar á launalið kjarasamnings á samningstímanum. skulu aðilar þegar í stað hefja við- ræður. Náist ekki samkomulag innan þrjátíu daga skal ágreiningsatriðum skotið til úrlausnar gerðardóms.“ Um úrskurð gerðardóms segir svo í 6. gr. samkomulagsins: „Skal úrskurður- inn taka tillit til starfskjara og þróunar þeirra við sambærileg störf á vinnu- markaði almennt, hvort sem er hjá atvinnufyrirtækjum eða ríki, ríkis- stofnunum, sveitarfélögum og stofn- unum þeirra.” 11

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.