SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 10

SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 10
Norræna bankamannasambandið NU Frœðslustyrkur NBU1996 Norræna bankamannasambandið (NBU) - samtök stéttarfélaga starfsmanna í bönkum og fjármálafyrirtækjum í Danmörku, Finnlandi, á íslandi, í Noregi og Svíþjóð, auglýsir hér með eftir umsóknum um fræðslustyrk sambandsins fyrir árið 1996. Styrkurinn er að fjárhæð 30.000 sænskar krónur. Fjöldi styrk- þega ræðst af umsóknum sem berast. Að þessu sinni ber að verja styrknum til rannsókna á skipulagi banka- og fjármálafyrirtækja í Eystrasaltslöndunum, eða til rannsókna á viðleitni stéttarfélaga á Norðurlöndum til þess að afla nýrra félagsmanna. Skipulag banka- og fjármálafyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum Aðildarsamtök NBU hafa frá árinu 1994 unnið að verkefni í Eystrasaltsríkjunum sem miðar að því að stofna frjáls og lýðræðisleg stéttarfélög starfsmanna í bönkum og fjárrnála- fyrirtækjum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Frá því ríkin öðluðust sjálfstæði frá Sovétríkjunum fyrrverandi hafa miklar breytingar orðið í þessari starfsgrein. Fjöldi einkabanka hefur yfirtekið sovésku ríkisbankana. Verkefni styrkþegans getur m.a. falist í könnun á stöðu greinarinnar nú, væntanlegri þróun hennar, lagasetningu, umfangi einstakra fyrirtækja, útibúaneti, fjölda starfsmanna, viðskiptavinum og hlutverki seðlabanka. Verkefnið getur náð til eins eða fleiri Eystrasaltsríkja. Öflun nýrra félagsmanna Bankar á Norðurlöndum hafa á nýliðnum árum sagt upp þúsundum starfsmanna og líkur eru á að enn fleiri muni missa vinnu sína. Á sama tíma eru bankarnir einnig að ráða til sín nýja starfsmenn, marga þeirra með háskólamenntun. Aðildar- sambönd NBU eru starfsgreinafélög, þar sem allir starfsmenn geta gerst félagar. Þrátt fyrir það hefur verið vaxandi til- hneiging til að hlutfall félagsmanna hafi lækkað. Af þessum sökum býðst umsækjendum að verja fræðslustyrknum til rann- sókna á velheppnuðum aðgerðum stéttarfélaga til þess að afla nýrra félagsmanna, til að mynda úr hópi háskólamanna, ungs fólks og sérfræðinga. Verkefnið má ná til annarra starfsgreina ef svo ber undir. Almennt Umsækjendum ber að skila skriflegri skýrslu til NBU í síðasta lagi sex mánuðum eftir að upplýsingaöflun lýkur. Skrifstofa NBU er reiðubúin að afla styrkþegum nauðsynlegra tengiliða og að aðstoða við gerð verkefnisáætlunar. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum til Nor- diska Bankmannaunionen, Box 7375, S-103 91, Stockholm, Sverige, í síðasta lagi hinn 15. mars 1996. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá fram- kvæmdastjóra NBU, Jan-Erik Lidström, í síma (0046) 8-614 0300, eða hjá framkvæmdastjóra SÍB, Vilhelm G. Kristinssyni, í síma 552 6944. tsi <2> Tœkifœri til að starfa á norrœnum vettvangi og á vettvangi Evrópusambandsins Norræna bankamannasambandið (NBU) og Samtök norrænna tryggingastarfsmanna (NFU) hafa ákveðið að ráða í sameiningu starfsmann til starfa á tímabilinu frá 1. apríl 1996 til ársloka 1997. Starfið er fólgið í fjöl- breyttum verkefnum sem snerta banka- og trygginga- starfsemi auk þess að fylgjast með málefnum á vett- vangi Evrópusambandsins á sviði banka- og trygg- ingastarfsemi, vinnuréttar og félagsmálaumræðu. Þróun mála í fjármála-, banka- og tryggingastarfsemi hefur verið mjög hröð á síðustu árum. Samruni fyrir- tækja, tilfærsla á verkefnum milli greina og aðrar skipulagsbreytingar eru daglegt brauð og starfið verð- ur stöðugt alþjóðlegra. Þess vegna er mikilvægt að stéttarfélögin stilli saman strengi sína, fylgist með þróun mála og geri úttekt á ýmsum þáttum hennar til þess að geta tekist á við atvinnurekendur og stjórn- málamenn á jafnréttisgrundvelli. Leitað er að starfsmanni með starfsreynslu í banka, fjármálafyrirtæki og/eða tryggingarfélagi, með góða þekkingu á starfsemi og skipulagi stéttarfélaga. Starfs- maðurinn verður að geta unnið sjálfstætt og hafa kunnáttu í norrænum tungumálum. Starfið felst í rannsóknum og athugunum á málefnum og þróun í banka- og tryggingastarfsemi og að fylgjast með framvindu mála á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Ennfremur felst starfið í skýrslugerð og útgáfu upplýsingaefnis. Starfsmaðurinn á samvinnu við skrifstofur aðildarfélaga NBU og NFU. Starfinu fylgja talsverð ferðalög á Norðurlöndum og til annarra Evrópulanda. NBU og NFU eru með skrifstofur í Stokkhólmi. Því er æskilegt, en þó ekki krafa, að starfsmaðurinn búi í Stokkhólmi. Nánari upplýsingar um starfið veita Jan-Erik Lidström, framkvæmdastjóri NBU, í síma (00-46) 8-614 0300, Rune Áström, framkvæmdastjóri NFU, í síma (00-46) 8-791 1700, eða Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmda- stjóri SÍB, í síma 552 6944. Umsóknir sendist til: Nordiska Bankmannaunionen secretariat Box 9375 S-103 9375 STOCKHOLM, SVERIGE. Umsóknarfrestur ertil 23. febrúar 1996. 10

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.