SÍB-blaðið - 01.01.1996, Blaðsíða 5
Trúnaðarmenn kosnir 15. febrúar:
Hvern vilt þú hafa
sem trúnaðarmann?
Hinn 15. febrúar næstkomandi kjósa
félagsmenn SÍB trúnaðarmann á
vinnustaðnum. Mikilvægt er að vel takist
til um kjörið. Trúnaðarmaður á vinnustað
gegnir mikilvægu hlutverki. Hann á að
standa vörð um hagsmuni samstarfsmanna
sinna, hann er tengiliður starfsmanna við
starfsmannafélagið og SÍB og hann tekur
að sér ýmsan málarekstur fyrir félaga sína
og samtökin. A vegum SIB eru haldin
margvísleg námskeið fyrir trúnaðarmenn,
til þess að þeir séu sem best undir
vandasöm verkefni búnir.
Mikilvægt er að þú hafir góðan trún-
aðarmann til þess að allt gangi vel á
vinnustað þínum. A jafn erfiðum tímum
og nú, er mikilvægt að hafa traustan trún-
aðarmann og að hann sé duglegur að beita
sér f hvers konar málum. Gerðar eru kröf-
ur um að hann hafi áhuga á velferð sam-
starfsmanna þinna og vinnuaðstöðu. Hann
þarf að stuðla að góðu samstarfi og búa
yfir hugrekki og þolinmæði. Hann á að
vera meðvitaður um að bæði samstarfs-
menn og stéttarfélagið vænti þess að hann
beri hag þeirra fyrir brjósti.
Mundu samt að til þess að trúnaðar-
maðurinn geti starfað vel að þessum mál-
um, þarf hann á styrk og stuðningi frá þér
að halda.
Hinn 15. febrúar n.k. er kosið um
trúnaðarmann til næstu tveggja ára. Hugs-
aðu þig vel um hverjum þú treystir best til
þess að gegna þessu hlutverki næstu tvö
árin.
En hvern er best að velja?
Ert þú ánægð/ánægður með núverandi
trúnaðarmann? - Þá skalt þú endurkjósa
hann. Ef þú ert ekki ánægð/ánægður - veldu
nýjan. Einhvem sent þú berð traust til.
Hann á að vera tengiliður milli þín,
starfsfélaga þinna, yfirmanna, stjórnar
starfsmannafélagsins og Sambands
íslenskra bankamanna og verður að hafa
metnað til að vinna vel að þessum
tengslum.
Sérðu sjálfan þig í þessu hlutverki?
Hinn dæmigerði trúnaðarmaður er
traustvekjandi, heiðarlegur, vfðsýnn, hann
hefur frumkvæði og er samvinnuþýður.
Kannski er það einmitt þú sem hefur
hæfileikana í starf trúnaðarmannsins og
býður þig fram til kjörs þann 15. febrúar
1996.
Þú heldur kannski að það krefjist
mikillar kunnáttu að vera trúnaðarmaður.
Það er ekki rétt. Einhverja þekkingu hefur
þú fyrir og það sem þarf til viðbótar færð
þú með þátttöku í trúnaðarmannanám-
skeiðum.
Þú átt rétt á að fá frí frá störfum til þess
að bæta við þekkingu þína sem trúnaðar-
maður. Þó þannig að það valdi sem
minnstri röskun á starfsemi bankans.
Fræðslan fer þannig fram að fyrst eru
allir nýir trúnaðarmenn kallaðir saman í
húsakynnum SÍB, einn eftirmiðdag, til
kynningar á meginstarfi trúnaðarmanns,
starfsemi SIB, skrifstofu og starfsliði. Þá
fá þeir afhentar möppur með nauðsyn-
legum gögnum til þess að geta sinnt starfi
sínu sem best. Þá taka við grunnnámskeið
sem eru í þrennu lagi. Miðað er við eitt til
tvö námskeið á ári. Síðan taka við
sérnámskeið til að auka þekkingu á ýms-
urn málefnum og til upprifjunar fyrir þá
sem hafa lengi gengt starfi trúnaðarmanns.
Reynt er að halda þessi námskeið þegar
álagið í bönkunum er minnst. Þarna hittast
trúnaðarmenn og bera saman bækur sínar.
Fræðslan er í því formi að þú getur
auðveldlega notað þér hana til framdráttar
í daglegu starfi þínu og til frekari frama í
starfí.
Sem trúnaðarmaður þarft þú að leysa
ýmis vandamál sem upp kunna að koma
og gerir það best með hyggjuviti þínu. En
ef upp koma vandamál sem þú treystir þér
ekki til að leysa getur þú leitað til starfs-
mannafélagsins þíns eða SIB til ráðgjafar
eða lausnar.
Langar þig til að nota krafta þína til
þess að skapa gott andrúmsloft á vinnu-
stað og samstöðu meðal félagsmanna
SIB? Drífðu þá í því og bjóddu þig fram.
Þú færð þá hjálp sem til þarf.
Nýtt málgagn SÍB
Með þessu tölublaði hefst útgáfa
nýs málgagns SÍB, SÍB-blaðsins.
Utgáfan hefur verið einfölduð og nýtt
blað reist á grunni Bankablaðsins og
SIB-tíðinda, sem lögð hafa verið niður.
Það er von stjórnar SÍB að þessi nýmæli
falli í góðan jarðveg hjá félagsmönnum.
Stefnt er að því að SÍB-blaðið korni út
reglulega og flytji fréttir, greinar og
annan fróðleik um félagsstarfið innan
SIB og önnur hagsmunamál starfs-
manna banka, sparisjóða og fjár-
málastofnana. Félagsmenn eru hvattir til
þess að hafa samband við ritstjórn
blaðsins, vilji þeir fá birt eftir sig efni,
eða ef þeir hafa fram að færa hug-
myndir að efni.
Ritstjórn SÍB-blaðsins. Frá vinstri: Indriði Jónsson, Jóhann Ólafsson, Vilhelm G.
Kristinsson, Margrét Bragadóttir formaður og Þórður Jónasson.
5