Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 14

Læknablaðið - 01.07.1916, Síða 14
LKKNABLAÐIÐ ii 6 Á bls. 21 er minst á h r á k a d a 11 a, en helzt til stutt. HefSi veriö t. d. ástæöa til þess að vara menn viö að hafa ekki vatn í döllunum, sem slettist langar leiöir, er hrækt er í þaö. Á bls. 24 er varað við s ó p u n. Vist er hún skaðleg, en meö öllu verður ekki hjá henni komist. Heföi því þurft að minnast á hversu skárst væri aö sópa. Gluggatjöld vill höf. engin hafa, ef þau eru, þá hengja þau til hliðar við gluggann. Til þess mun fólk ekki fást, en tjöldin ættu ekki a;ð ná að mun inn á gluggann. Á bls. 30 er talað um hreinlæti við meðferð barna. Á börnum skal ekki taka nema með hreinum höndum og i hreinum klæöum og alt skal vera hreint, sem kemur í munn barnsins. Já, gott væri það ef framkvæmanlegt væri, en svo er a 1 d r e i á heimilum manna. Á bls. 68 er það ráð gefið við fótakulda aö taka volga og khlda fótlaug. Þetta mun gott ráö, en fótakuldi er oft hveimleiður ágalli, sem hindrar svefn og veldur oft höfuðverki. Ekki eru allir sammála um það, að berklagerlar geti ekki kornist gegn- um heilt hörund, t. d. á börnum. Eg hygg að þeir geti það, að minsta kosti þó hörundið virðist alheilt. Höf. mælir mjög með því, að stofnað verði heilsuhæli eða heilsuhælis- deild fyrir börn. Barnahælin eru eflaust þau hælin, sem mest gagnið gera og væri þetta að visu nauðsynjamál. Einu þýöingarmiklu atriði vildi eg bæta við bók þessa: Enginn berkla- veikur sjúklingur má liggja í heimahúsum er hann er orðinn ófær til starfa og líkindi til að hann komist ekki á fætur. Banaleguna á h a n n a S 1 i g g j a á s p í t a 1 a n u m, annars er heimilið í voða, sérstaklega ef börn eru þar. g. H. Kurzes Lehrbuch d. Gynækologi eftir dr. Ernst Bumm, próf. í Berlín, dr. Albert Doederlein próf. í Múnchen, dr. Bernhard Kroenig próf. í Frei- burg, dr. Karl Menge próf. í Heidelberg og útgefandann, dr. Otto Kústner próf. í Breslau. Gustav Fischer. Jena. Stærö 620 bls. (8). 384 myndir. — Verð 12 Mk. Þeir læknar, sem vilja fá sér bók um kvensjúkdóma, ættu að fá sér þessa. Nöfn höfundanna, sem kunnir eru um víða veröld að listfengi í þessum efnum, eru næg trygging fyrir gæðum hentlar. Bókin er skemti- leg aflestrar og myndirnar ágætar. ÖL ó laruSSON. Lehrbuch der Kinderheilkunde eftir próf. E. Feer í Zúrich, próf. Finkel- stein í Berlín, privatdocent Ibrahim i Múnchen, dr. L. F. Meyer i Berlín, próf. Moro í Heidelberg, próf. Pirquet í Wien, próf. Pfanudler í Múnchen, próf. Thiemich í Magdeburg, próf. Tobler í Breslau. Stærð 750 bls. — Verð 13 Mk. Þessi bók er hentug fyrir þá, sem vilja kynna sér barnasjúkdóma. Bókin er prýdd 176 myndum og 2 littöflum og yfirleitt skemtileg aflestrar, þó kaflarnir séu misjafnlega vel ritaðir. ^L. ó. LARUSSON.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.