Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1918, Side 7

Læknablaðið - 01.10.1918, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 149 hvers læknis menn leita. Ef ungi læknirinn er ötull eöa nýtur á einhvern hátt hylli fólksins, getur fariö svo, að tekjur gamla héraöslæknisins verði launin ein, svo rifleg sem þau eru. Þannig viröast mér framtíðarhorfurnar vera, og getur engum dulist, aö þær eru aö ýmsu leyti ískyggilegar fyrir alla læknastéttina. Þaö fer tæp- ast hjá því, að samkepninni fylgi víöa nábúakritur, sumstaöar óvild, aö kollegialitet o. fl. vilji fara út um þúfur, ef alt leikur lausum hala. Stund- um lendir gamli læknirinn í fjárskorti eða örbyrgö, stundum sá ungi, sem er aö því leyti ver settur, að hann hefir engin laun sér til styrktar. Eini hagnaðurinn er sá, aö auðveldara veröur aö ná í læknishjálp, og að sam- kepnin hlýtur aö örfa lækna til þess aö fylgjast með og verða sem færastir í sinni grein. Það er ekki nauðsynjalaust fyrir lækna, aö hugsa um, hversu öllu ])essu verði hyggilegast skipaö, svo að ástandiö veröi þó ekki verra en óhjá- kvæmilegt er. Þó þaö sé auðsjáanlega lítill búmannshnykkur hjá landinu, að búa til, meö miklum kostnaöi, hálfu fleiri lækna en það hefir þörf fyrir, þá sé eg ekki hversu viö því verður gert. Þaö veitti þá ekki af aö loka lækna- deild Háskólans í 10 ár eöa meira. Sé ekki gert ráö fyrir þessu, veröur aö leggja alla áherslu á, að greiða islenskum læknum götu erlendis. Þaö á ekki aö vera ókleift fyrir ])á, að taka próf og geta fengið ólíkt betri kjör ytra en hér. Einn læknir (Guðm. Ásmundsson) hefir sest aö þar og fleirum ætti aö standa þaö opiö. Víðs- vegar um Bretaveldi munu sæmilegar horfur fyrir lækna. Þessum útvegi fylgir þó sá galli, að öll likindi eru til þess, að duglegustu og áræönustu mennirnir flytjist burtu. En þó sá rekspölur kæmist á, aö margir settust aö ytra, þá veröa eflaust svo margir eftir, að embættislausir læknar setjast víða aö í héruðum. Margir kunna aö spyrja: Ber ekki læknafélaginu aö setja skorður viö ])ví, aö læknar setjist aö, þar sem ekki er lífvænlegt fyrir tvo lækna? Ekki væri þetta óeðlilegt, en er þaö framkvæmanlegt ? Ungur, atvinnulaus læknir á ef til vill jörö í sinni sveit og tekur þar viö búi. Veröur þaö sanngjarnt. aö banna honum aö fást meira eða minna við lækningar, þó héraöiö sé litið? Eg hygg aö félagiö megi fara varlega i þeim efnum. Hitt er víst, að Læknafélagið er eina vörnin gegn fullkominni ringulreiö og hvers konar vandræðum milli læknanna á þessum nýju timum, sem fara í hönd. Þaö ætti aö geta reist nokkrar skoröur viö því sem fráleitast væri og bætt bag læknanna á ýmsan hátt, en þaö verður eigi aö síður, aö líta jafn sann- gjarnlega á mál ungu læknanna og þeirra sem í embættum sitja. S v o best veröur tekið tillit til þess. Hitt er svo sem sjálfsagt. að því er skylt aö afla sem bestra upplýsinga um alt ástandið á hverjum staö, og láta þær læknum í té, sem hafa í huga aö setjast aö á óálitlbg- um stöðum, eöa þar sem sérstakar ástæöur mæla alvarlega móti því. G. H.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.