Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1919, Síða 8

Læknablaðið - 01.10.1919, Síða 8
LÆKNABLAÐIÐ 150 Um varnir við Freyjufári. Þetta mál kom í nokkuð öðrum búningi frá læknafundinum, en tilætl- unin var, og því málafyrirgreiðsla eins og þessi, að skora á heilbrigðis- stjórnina að gera e i 11 h v a ð, er sama og að leggja málið á hilluna, — jafnvel verra en ekkert. Komu þessi málalok til af því, að eg var ekki viðlátinn, þegar málið kom fyrir, og í staðinn fyrir að fresta málinu í svipinn og taka fyrir annað mál, — ])ví nóg var til, — þá afgreiddi fund- cirstj. málið í snatri með þessari þýðingarlausu fundarályktun, og lét sem aldrei hefði verið kosin nefnd i málið. Nefndin var þvi fylgjandi, að sjálfsagt væri að reyna að hefta útbreiðslu þessara sjúkdóma eftir mætti og benti í áliti sínu, — sem af ofangreind- uni ástæðum aldrei kom fram — á þessar tvær leiðir: 1. Að skora á heilbrigðisstjórnina að sjá um útgáfu á bæklingi handa alþýðu til fræðslu í þessunr efnum, og 2. Að gefin væri út lög um varnir gegn freyjufári, sem að minsta kosti ákveði: I. Skyldulækningu og lækniseftirlit. II. Ókeypis læknishjálp, að minsta kosti fyrir kvenfólk. III. Hegning fyrir brot geg'n ákvæðum laganna. Eg skal nú í stuttu máli gera nánar grein fyrir, hvað fyrir mér vakti. Fyrri greinin þarf ekki frakari skýringar. Eigi nokkurt gagn að vera að vörnum eða eigi yfirleitt að hafa nokkrar varnir, þá verður fyrsta atriðið það, að sjúkl. leiti læknis séu s k y 1 d i r að leita læknis og megi ekki káka við sig sjálfir, eins og nú oft á sér stað. Það fer einn sjúkl. til læknis og hinir „gera eins og hann“ Þetta lánast oft, en fer líka oft illa, eins og gefur að skilja. Stundum fylgja engar komplikationir, stundum margar, og ekki ætíð þær sömu, og þó þær séu mjög sjaldan hættulegar, quoad vitam, þá geta afleiðingarnar sviðið undarlega sárt. En til þess skyldulækningar geti komið að fullunr notum, þá þurfa læknarnir að hafa vald til þess að halda í sjúkk, svo þeir ekki geti horfið þegar þeirn þóknast eða nenna ekki lengur að ganga til læknisins, því það er öðru nær, en að þeir hverfi ætíð af því, að þeir eigi erfitt með að koma vegna anna eða nauðsynlegra starfa. En það eru ekki allir, sem af léttúð einni reyna að komast af, án þess að leita læknis. Það kostar peninga, og þó flestir karlmenn séu svo vel Inunaðir, að þeir geti veitt sér læknishjálp, þá hefir hingað til ekki verið liægt að segja það sama um kvenfólkið. Því verður læknishjálpin venju- lega miklu dýrari en karlmönnunum, og með þeim launakjörum, sem kven- þjóðin hingað til hefir átt við aö búa, er ekki undarlegt, þó hún srneygi sér undan útgjöldunum í lengstu lög; sérstaklega það kvenfólk sem aðal- lega kemur hér til greina. Það kemur þannig mjög til álita, hvort læknis- hjálpin ætti ekki að vera ókeypis, eins og hún er víðast í útlöndum. Mér fyrir meitt leyti, virðist ekki leika vafi á því, að kvenfólk að minsta kosti verður að eiga kost á ókeypis læknishjálp og lyfjurn, þvi þjóðfélaginu ríður ])að á rneiru, að kvenfólkið sé heilbrigt —■ þess störfum innan þjóð- félagsins er þannig farið.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.