Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1919, Side 13

Læknablaðið - 01.10.1919, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 Þaö, sem stendur í bókum og blöðum gleymist á okkar óróatímum, eöa fólkiö les ])aö ekki. Ef þaö á að „innprenta" því eitthvaö, þá verður að gera það á þann hátt, aö þaö hljóti að taka eftir þvi, og það helst dag- lega. Mætti það ekki vera einn þáttur í berklavörnunum, að festa upp á hús eða í bæjum, strætum og vegamótum og skipum, töflur með einhverj- um stuttum og velorðnuðum leiðbeiningum, auðvitað með stórum stöfum og ef til vill með myndum. Þetta hcfir „Rockefeller Foundation‘‘ gert á ferðum sínum, til ])ess að útrýma ýmsum sjúkdómum. Þetta hafa og krabba- meinsfélög gert. — Eitthvaö gagn ætti að vera að þessu: „Semper aliquid hæret“, ef fólkið hefir það sifelt fyrir augum sér. Conceptio in puerperio. Waeber i Libau getur um conceptio in puerperio. Partus 5. janúar, coitus 12. jan. Færir hann rök að því, að þetta muni rétt vera. Er það allsjaldgæft. Favus. Sabourand bendir á (i Lancet 27. Sept. 1919), að favus sé mjög litið smitandi, þegar tekið sé tillit til þess urmuls af þráðum og sporum, sem eru í hrúðrinu. Favus heldur sig venjulega á sömu slóðum, kynslóð eftir kynslóð, einhver ættingi hefir fyrir 30—50 árum síðan haft favus. Aldrei koma þó fyrir nema einstök íá tilfelli, dreifð, í sama héraði, og af stórum barnahóp veikjast mjög sjaldan öll hörnin. S. getur þó um, að frá þessu sé mjög sjaldgæf undantekning: að favus geti verið mjög smitandi og þá jafnframt mjög illkynjaður. — S. segir, að favus sé óþrifa- sjúkdómur, og um aldur sjúkl., er ])eir smitast, segir hann: — „favus be- longs to that class of tineæ the inoculations of which into the scalp are not found after puberty." Rabies hefir aukist mjög í Frakklandi á síðari árurn.* Er því kent um, aö heilir hópar af flökkuhundum reika um svæðin, sem eyðilagst liafa í ófriðnum. Væri full ástæða fyrir okkur íslendinga, að hafa gát á hundum, sem ósjaldan eru á frönsku fiskiskipunum. Inflúensa í Ástralíu. Mjög mikil og all-skæð i n fl ú e n s a var í júm og júlí i Ástralíu, sömuleiðis var inflúensa í Suður-Afríku. Til kolleganna! Læknabl. biöur alla lækna á landinu að senda sér nokkr- ar línur, ef eitthvað einkennilegt kemur fyrir ])á i praxis þeirra. Okkur vantar „kasuistik”, sem æfinlega er mjög lærdómsrík. Áreiðanlega kem- ur margt einkennilegt fyrir, en enginn fær að vita það, nema viðkomands læknir. Ekki setja ljós sitt undir mæliker! Bólan. Þaö er ástæöa til þess að benda læknum á það, að óvanalega mikið er um stóru bólu, víðsvegar i Evrópu, t. d. mjög víða í Þýskalandi, þar á meðal í hafnarbæjum. i Frakklandi, t. d. Havre, á Spáni í Cadiz og Barcelona. Til Englands kemur líólan alt af öðru hvoru. Það er þess vegna betra að vera á varðbergi. * 1914 voru 373 tilfelli tekin til meðferðar, en 1918 1803.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.