Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1920, Side 7

Læknablaðið - 01.07.1920, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ IOI kvæmdanna (1918) og' skar það ekki viö neglur sér. Rúmar 4 mill. doll- ara voru veittar í einu til aö byrja með. Það ýtti mjög undir alla þessa hreyfingu, að menn óttuðust, að sjúkd. þessir færu í vöxt, er hermenn- irnir kæmu heim úr ófriðnum. Heilbrigðisstjórnin sneri sér til allra fylkjastjórna og Officers of Health, sendi þeim sínar tillögur um varnir gegn morbi vener, og skoraði á þær að hefjast handa. Skyldi skoöa þessa kvilla algerlega á sama hátt og aðrar hættulegar farsóttir. Einnar mill. doll. skyldi verja til aö styðja fylkin til framk-væmda, ef þau uppfyltu ýms ákveðin skilyrði. Bæði fylkjastjórnir og læknar tóku þessu vel, og fyrir ári síðan höfðu 44 fylki gert flestar nauðsynlegar ráðstafanir. Aðalatriðin í fyrirmælum stjórnarinnar eru á þessa leið: 1) Strangt eftirlit skal hafa með öllum sjúklingum. Til þess að geta-framkvæmt það skulu læknar skyldir að gefa stöðugt skýrslur um sjúkl., án þess þó að láta nafns þeirra getið, nema þeir hætti að vitja læknis áður meðferð er lokið. Öll sjúkrahús skulu og senda sams konar skýrslur, en lyfsalar halda skrá yfir sölu lyfja o. fl„ sem notuð eru til lækninga á m. v. eða til varnar gegn þeim. Þungri hegning-u skal varða, ef skýrslur eru vanræktar. 2) Einangrun s j ú k r a. Borgandi sjúkl., sem vitja lækna og fara að öllu eftir því sem fyrir þá er lagt, skulu ekki einangraöir sérstaklega. Hvert fylki skal sjá um, að þeir, sem ekki eru borgunarfærir, hafi greið- an ókeypis aðgang að ótvíræðri diagnosis, læknishjálp og sjúkrahúsvist. Þeir, sem ekki skeyta varúðarreglum eða lækningu, skulu einangraðir á sjúkrah. eða í fangelsum. 3) . Lækn'ing sjúkra. Opinberar lækningastofur (venereal clinics) skulu settar á fót í öllum bæjum og þéttbýlum sveitum, þar sem þörf kann að vera fyrir þær. Sjúkrahús skal auka svo og endurbæta, að þar sé enginn skortur á húsnæði eða lækninganauðsynjum fyrir sjúkl. með m. v. — Lögbjóða skal strangt eftirlit með sjúkl. með m. v. Alla fang- Hsaða menn og dæmda, skal skoða, og lækna, ef þörf gerist. — I sjúkrah. skal áhersla lögð á, að innræta sjúkl. betri siði. 4) A 1 m e n 11 i n g s f r æ ð s 1 u í góðum siðum, sérstaklega milli karla og kvenna, skal hvervetna komiö á fót og samtímis gefa allar nauðsyn- legar upplýsingar um m. v. í þessu skyni skal stofna til almennra funda með góðum ræðumönnum, dreifa út fræðiritum, festa upp fræðandi myndir á almannafæri (t. d. á almennings-salernum), ráða sérstaka menn til þess að starfa að því að vekja almenning, fræða sýkta og áminna þá.* Til þess að létta fylkjunum kostnaðinn við einangrun sýktra og grun- sumra, er varið 1 mill. doll. Er hér um ekkert smáræði að gera, eins og sjá má á því, að t. d. ekki færri en 30.000 lauslátar stúlkur voru þegar einangraðar á ýmsan hátt. Þetta stutta yfirlit gefur þó næsta ófullkomna hugmynd um þessa miklu herferð. Fjöldi laga og reglugerða hafa komið út. Menn fá t. d. ekki að íerðast úr einu fylki í annað, nema þeir hafi vottorð um að þeir flytji * Hver sjúkl., sein leitar læknis með m. v., fær lijá honurn ritling með ýmsri fræðslu um m. v. Hver sem kaupir lyf á lyfjabúð gegn m. v., fær annað smárit etc.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.