Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1920, Síða 12

Læknablaðið - 01.07.1920, Síða 12
io6 LÆKNABLAÐIÐ fullkomin brensla). — Reich rannsakaöi phagocytose í blóöi um 134 manna. Reyndist öllu lakari hjá þeim, sem neyttu áfengis, og ýmsir aörir segjast hafa reynt, aö áf. spilli aö mun mótstööuafli gegn infektions- sjúkd., síst þó berklaveiki. — Áhrif á taugakerfiö reynast öllum síæm. Hnéreflex minkaöi um 46%, augmalokareflex 19%, coordinatio fingra o. fl. 9%. Kraepelin lét 20 menn skjóta í mark, 27.000 skotum. Hittu ver, ef alkohól. (40 grm.) var gefiö. — Athugun ljósmerkja spiltist um 13%• — Nordenmark hefir vandlega rannsakaö manndauöa bind- indismanna i Svíþjóö (17721 pers.). Hann reyndist 24.75% minni en ann- ars almennings, og dóu karlar jafnt og konur, en svo er ekki venjulega. — í Saltzburg var barnadauði rannsakaöur hjá 230 fjölskyldum meö 1328 börnum. Á 1. ári dóu 36% í drykkjumanna-fjölskyldum, en 18% i hinum. Kraepelin segir: Þaö er blátt áfram skylda læknis aö vera bind- mdismaður, því þaö sem skapast liefir af fordæmi, verður að rekast út með eftirdæmi. — Undantekning frá allri þessari bannfæringu á áfengi, er bók, sem Pott nokkur, læknir í Philadelphiu hefir ritaö. Hann telur bannmenn Jiröngsýna og vín fyllilega réttmætt lyf. Bendir á, aö heimurinn væri nú illa úrættur, ef vínið væri svo afarskaölegt, sem nú er látiö. — I fám oröum veröur ekki frekar frá þessu sagt, en þetta gefur hug- mynd um greinina. Læknafélag Rvíkur samþvkti a fundi, er haldinn var þegar i staö, er nýja reglugerðin um „læknabrennivínið“ kom út, — aö enginn félagsmanna afgreiddi áfengislyfseðil þar til samkomulag væri fengið um að færa eftir- litiö úr höndum lögreglustjóra o. s. frv. í höndur læknanna sjálfra. Til jiess aö ná þessu samkomulagi og ennfremur aö athuga reglugerðina í heild sinni, og koma fram með uppástungur um nauðsynlegustu breyt- inga og semja um þær við stjórnarráö og landlækni, var kosin þriggja manna nefnd (þeir Sæmundur Bjarnhéöinsson prófessor, Matth. Einars- son og Gunnl. Claessenj. Nefndin sendir stjórnarráöinu tillögur sinar fyrir ca. hálfum mánuði, en hefir ekkert svar fengiö enn. Mun ]iaö stafa af því, aö landlæknir hefir átt annríkt síðan hann kom úr utanförinni, og verið í eftirlitsferöum austur um sýslur. Pituitrin geymist illa. Á umbúöunum er stimplað til hve langs tíma er tekin ábyrgð á því. Læknar ættu að athuga þetta, því stundum mun p. lyfjabúðanna orðið of gamalt í hettunni. Samræðissjúkdóma vilja nú allir kenna læknum lietur en veriö hefir. Stofna til námsskeiðs í því augnamiði. Hollendingar krefjast þess, Þjóö- verjar o. fl. — Ef vér getum náð i ulcus í fyrstu byrjun, og lekanda fyrsta daginn, þá eru sjúkdómar þessir oftast fljótlæknaðir, segir Blasko. Vill auk þess að sem flestir noti varúðarreglur, Hefirðu borgað Læknablaðið?

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.