Læknablaðið - 01.07.1920, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ
107
Kíghósti fer ekki svo langt, sem ætla mætti. Ad. Czerny reyndist, aS ef
1V2 m. var milli barna i sömu stofu, barst veikin ekki milli þeirra. — Hver
vill rannsaka þetta nánar?
Meningitis rerebro. spin. epidem. Gaszner rannsakaöi 19.000 hermenn
J91/- Fjöldi af þeim reyndust sýklaberar, svo ókleyft var að einangra ]íá
alla. En sú varö ranunin á, að þeir sýktu ekki aðra, svo G. telur þá lítt
eða ekki hættulega.
Kurteisi. Þegar lyfjabúðin á Eyrarbakka var sett á stofn í fyrra, var
héraðslækni hvorki tilkynt það né umsagnar hans leitað. Hann frétti þetta
á skotspónum, um það leyti, sem lyfjabúðin var sett á fót. Það sýnist
þó ekki hafa mátt minna vera, en að héraðslæknir fengi að vita um þetta
fvrstur manna.
Lewisey heitir ein af Hebrideseyjunum norðvestur af Skotlandi. Það er
því likast, sem Bretum hafi veriö lítt kunnugt um alt ástand á ey þessari,
því rannsókn, sem nýlega var gerð þar á högum manna og heilbrigði, þykir
miklum tíðindum sæta og vera lærdómsrík. — íbúðarhúsin eru lágir kofar,
veggir úr torfi og grjóti, um 5 feta þykkir, nauðalíkir því, sem gerist
hjá oss, nema hvað þil eru engin, en þak úr hálrni. Á gólfinu eru hlóðir
en enginn reykháfur, og leitar reykurinn út um stromp á þakinu. Elds-
neytið er mór, og vill oft verða mikil reykjarsvæla inni í þessum eldhús-
baðstofum. Ekki er þess getið, liversu gluggar eru, en líklega eru þeir
svipaðir baðstofugluggum vorum. Oft er innangengt í fjósið úr baðstof-
unum, og stundum er gengið gegn um fjósið inn í baðstofuna. Þá hlaupa
og hænsnin um alt, upp á rúmin, borðin og alt seip inni er. „Alltogether
the hygienic conditions are dreadful." Börn koma aldrei undir bert ldft,
fyr en þau fara að ganga, nema þá stutta stund, þegar best er veðrið á
■sumrin. Eigi að siður er nálega hvergi á Bretlandi jafn lítill b a r n a-
d a u ð i á 1. á r i og þar, stundum að eins 4%, í stað 10—30 í ensku borg-
unum. B e i n k r ö m þekkist ekki. T e n n u r eru framúrskarandi góðar.
Aðalfæðan er nýr fiskur (og harðfiskur?), haframjöl og egg, nijólk líti!
á vetrum, en nálega öll börn eru lögð á brjóst. Þorskalifur er rnikið borðuð
og þykir sælgæti. Hún er elt saman við haframjöl og mjólk, lögð innan
í þorskhausa og soðin með þeim. Fær svo hver maður einn haus. Er því
lifrin ærin vörn gegn beinkröm. — Á 1—5 ára aldri deyja tiltölulega ntiklu
fleiri börn, og eiga farsóttir niikinn þátt í því. Þær ná sér vel niðri
i þessum þröngu og lélegu húsakynnum. Þá var manndauði úr b e r k 1 a-
veiki hálfu meiri þar (1914), en á meginlandinu. — Þegar börn fara
að ganga í skóla, fer þeim stórum aftur, því oftast leggja þau af stað
áður en fólkið er kontið á fætur, og fá þá engan mat fyr en þau konta
heim úr skólanum! — Santgöngur eru strjálar, en kveffaraldur
gýs venjulega upp eftir skipakomur og gengur yfir eyna. Eyjarskeggjar
eru annars hrausir menn og gervilegir. (Lancet 17. apríl '20).
í blaðinu er mynd af bæjunum, og likjast þeir lélegustu hreysum hér.
— Skýrsla sú, sem þetta er ágrip af, þykir hafa ntikið vísindalegt gildi
(beinkröm, berklaveiki, kvef og farsóttir, þrif ttngbarna). Vér hefðum