Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1920, Side 15

Læknablaðið - 01.07.1920, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 109 1V2 ctm. breiS ræma er tekin úr tractus iliotibialis á barninu, lögö i sterilt. saltvatn. 2 ctm. langur skuröur er gerður framan og aftan viS anus. MeS bognuin skærum er gerSur gangur í subcutis milli skurSanna hringinn 1 kring um anus, ræman dregin gegn um hann, rifa gerS i annan enda ræmunnar og hinn endinn dreginn gegm um hana. BáSir endarnir breiddir út og saumaöir fastir. Á meöan er fingur-gildum Hegars dilatator skotiö inn i rectum og ræman dregin svo saman, sem dilat. leyfir. HúSskurSir saumaSir. Hefir reynst vel og hindrar ekki defæcatio. Skamtar af Eucupin. Morgenroth gefur þessar reglur (1920) : Eucu- pinum basicum mest 1.20 grm. á dag (70 kg. þungur fullorSinn maöur) skift í 3—4 skamta eftir máltíö. Eftir 3, eSa í mesta lagi 5, daga hvíld. Ef Optochin og Eucupin er gefiS saman, ekki yfir 1 g'rm. af hvoru fyrir sig á dag. Taugaveikisfaraldur gaus upp í Euskirchen á Þýskal. (13000 íb.). Eng- lendingar höföu borgina á sinu valdi og létu bólusetja hvern mann. Veik- in hvarf fljótlega. — (Deutsche med. Wochenschr.). HúsnæðiÖ og börnin. 1913 dóu i forhúsum, sgm vita aö götu, meira en helmingi færri börn úr meltingarkvillum en í bakhúsunum. Af skólabörn- um í Berlin sváfu aS eins (1908) 33% barnanna ein í rúmi, 63% tvö i rúmi, 3.4% þrjú. Sumstaöar sváfu jafnvel 5 börn i einu rúmi. Og hvað mun svo nú vera? Hvernig er alt þetta hjá oss?? Árangur skólaeftirlits. Gömlum skólalækni í Núrnberg hefir reynst, aö um helmingur barna, sem hann benti á aS þyrfti læknisaSgeröar eSa aöra bót á sínum högum, fékk hana. (Zeitschr. f. Sclmlges.). Beinhimnan myndar aldrei bein, segja fleiri en Macevain. Pallie og Ro- bertson fullyröa þetta líka, en segja hinsvegar, aö hún sé þó nauösynleg á beinræmum sem fluttar eru á aöra staöi, því þá lifi beiniö lengur. Hydrocephalus á börnum hefir reynst ólæknandi aS þessu. Frakknesk- ur læknir hefir reynt aö taka burtu plex. chorioideus í ventr. later., og leit út fyrir aö eitt barn hefSi læknast. — (Journ. de Chir.). Vasaklútar berklaveikra. Vasaklútur berklaveiks manns var látinn liggja a bókasafni 24 klst. í góöri birtu. Var síöan hristur fyrir framan búr til- raunadýra. Þau sýktust öll af berklaveiki. Annar klútur var látinn liggja 48 klst. Sami árangur. — Ekki litil hætta sem stafar af klútunum og lítt aS treysta birtunni inni í herbergjum. Tvenskonar syphilis? Rannsóknir Levaditi og Marie benda til þess, 'aö syphilis sé tvenskonar sjúkdómar þó skyldir séu, húSsyphilis og t a u g a s y p h i 1 i s. Undirbúningstími húSkvillans er 15. d. til 6 vikur, taugakvillans 40—60 dagar. Byrjunarsáriö er grunt og lítilfjörlegt viö taugasyph. Sýkingarþróttur viri dermatropi er meiri en viri nevrotropi. Þá virSist þaö hafa tekist, aö smita fyrst dýr meö húSsyph. og síöan meS taugasyph. Ýmislegt stySur þessa kenningu, t. d. smitaSi ein stúlka 5 stúdenta, alla nieö taugasyph., og allir dóu úr henni! Þó er þetta ekki taliS fullvíst.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.