Læknablaðið - 01.09.1921, Síða 10
136
LÆKNABLAÐIÐ
Frá læknamótinu í Niirnberg.
Dagana fyrir hvitasunnuna, hinn 12., 13. og 14. maí, var fjölsótt lækna-
mót (kongress) háö í Niirnberg. — Til þess var boöaö af „Deutsche
otolog. Gesellschaft“ og „Verein. Deutscher Laryngologen", 0g undir-
búiö af stjómum beggja, á hinn prýöilegasta hátt.
Mótiö sóttu, auk Þjóöverja — sem fjölmentu mjög — Austurríkis-
menn, Chechoslowakar, Ungverjar, Svisslendingar og Hollendingar. Auk
þess strjálingur frá öörum þjóöum, m. a. 2 Svíar, 2 Grikkir og 1 ísl.
Englendingar, Norömenn, Danir og Frakkar sáust ekki þar. Hina síö-
astnefndu, eina sér, hafa próf. hér útilokað frá Háskólaklinikum. —
En það er önnur saga.
Á dagskrá hins visindalega hluta mótsins voru 70 fyrirlesarar'; flestir
með 2 atriði og nokkrir meö 3. Auk þess bættust þó nokkrir viö, á mót-
inu sjálfu. — Hvernig hægt yrði að pæla i gegnum alt þetta „pensum“
ásamt tilheyrandi umræöum (þar sem hver vill ota sínum tota og láta
ljós sitt skína) á 3 dögum, með 4 + 3 tíma fundum á dag, var flestum
ráögáta (og mörgum áhyggjuefni að þeir yr.öu skornir niöur) og þó
tókst Þjóðverjunum þaö prýöisvel, meö stundvísi, reglu og umfram alt
röggsamri fundastjórn.
Fyrirlestrarnir og demonstrationirnar voru auðvitað allar úr þessari
sérgrein, og hafa síöur alment gildi fyrir lækna, sem utan hennar standa.
Þó voru margir mjög interessant fyrir kirurga sérstakl., sem von er til.
þar sem fræðigreinin er afspringur kirurgiunnar og telst í sama flokki. —
Einn fyrirlestur þar, sem mikla athygli vakti, nær þó til allra lækna.
Veröur hans því nánar minst. — Hann hélt sænskur kvenlæknir, Dr.
Agda Hofvendahl, frá Stokkhólmi, um „D i e Bekámpfung der
Cocainvergilftung. Praktische Rátschláge. Haföi hún
gert tilraunir á hundum, köttum, kanínum, marsvínum — og loks á öpum
og komist að eftirfarandi niðurstööu:
1) Að áhrif áreiðanlega banvænnar inntöku af cocaini megi „u p p-
h e f j a“ með viðeigandi krampaeyöandi lyfi, og í mjög mörgum tilfell-
um hefir tekist að eyða áhrifunum viö t v ö f a 1 d a letal dosis,* miöaö
viö Chloret. co.caic. í 10% upplausn.
2) Lyfið sem langbest hefir reynst til þess er veronalnatrium (og
derivat barbitursýrunnar sem nefnist Somnifen). Þaö hefir reynst miklu
betur en Chloral og Scopolamin, af því aö það hefir stærstu „therap.
virkningsbredde."
3) Eftir letal-inntöku af cocaini 0g byrjuö eitrunareinkenni hefir Amyl-
* Eg held aÖ dosering veröi altaf individuel svo aldrei verði fyllilega ákveðinn
„normal" maximal d. eða lelal dosis, t. d. hafði eg einu sinni deliriumsjúkl. til
meðferðar, var sá bœði stór og feitur. Eg hafði síðla kvölds gefið 1 grm. veronal
og 20 dr. guttæ rosese saman. En fólkið sem gætti hans gaf honum hverja inn-
tökuna á fætur armari og kl. 5 um nóttina seig á hann mók. Hafði liann þá
fengið 5 skamta (0.5) og 230 — tvö hundruð og þrjátíu — dropa guttæ roseæ. —
Hann svaf þó að eins 2 tíma en var rólegur úr því og á fcrli daginn eftir.