Læknablaðið - 01.01.1922, Page 7
i. blað.
IIIMIIIIDII
8. árg.
Janúar, 1922.
Ar amót.
Þegar LæknablaÖib byrjar göngu sina á þessu nýja ári, er sú breyting
oröin, aö prófessor Guðm. Hannesson hefir vikiö sæti úr ritstjórn blaös-
ins. Er mikil eftirsjá aö honum, bæöi fyrir blaöiö og lesendur þess. Pró-
iessor GuÖmundur hefir öll undanfarin ár stýrt blaöinu frá byrjun þess, og
l)aö á honurn tilveru sína að þakka. Undir stjórn hans hefir blaðiö áunnið
sjer miklar vinsældir og er oröiö ómissandi liður í félagsskap íslenkra
lækna, Orsakirnar til þess aö Guðmundur lét af ritstjórn aö þessu sinni
eru auðsæjar. Bæði er þaö, að hann er nú miklum störfum hlaðinn, þar
sem hann, auk kenslunnar við Háskólann, gegnir landlæknisembættinu, en
því fylgir feikna mikil vinna við skýrslugerð, en sérstaklega er þó hitt,
að eigi fer þaö allskostar vel saman, að hafa í einu á hendi landlæknis-
embættið og ritstjórn Læknablaðsins, eina málgagns læknanna. Enginn
má skilja þetta sem nokkurskonar eftirmæli. Læknablaðiö og lesendur
þess eiga vonandi oft eftir að fá greinar eftir prófessor Guömund. —
Blaðinu mun aö engu breytt og ritstjórnin óskar þess að blaðiö megi
njóta framvegis sömu vinsælda og skipa sama sess hjá læknastéttinni.
eins og þaö hefir haft undanfarin ár.
Þaö er gamall og góður siður svona viö áramótin, að staðnæmast ofur-
lítið og hugleiöa, hvað hafi gerst á liðna árinu, og hvaða verkefni liggi
íyrir höndum á því nýbyrjaða.
Merkasti viðburður í íslenska læknaheiminum á liðna árinu. eru áreiö-
anlega 1) e r k 1 a v a r n a 1 ö g i n nýju. Margir líta á þau með efasemd-
um og halda aö þau veröi í mörgum atriðum að eins pappírslög, sumir
efast jafnvel um gildi allra berklavarna nútímans. En eitt eru allir ásáttir
um, að lögin kosta mikið fé og allmikla vinnu. En hvaö skal gera?
Eiga íslenskir læknar einir allra aö standa auðurn höndum, án þess að
gera tilraun til þess aö hindra það mannhrun, sem berklaveikin veldur
árlega? Hvaö hafa þeir efasömu að bjóíSa ? Lögin eru samþykkt, og það
veröur að gefa þeim „fair trial“. Hvað sem segja má um þetta, þá eru
þau vottur um örugga trú á málefninu og fastan vilja til þess aö fylgja
])ví fram. Eitt af aðalverkum læknanna á þessu og næstu árum. verður
j)vi aö koma í framkvæmd þeim ákvæðum laganna, sem unt er, eins og
til hagar, byrja þaö skipulag á berklavörnum, sem byggja má á framvegis.
Virðist eðlilegt, að læknar myndi með sér félagsskap til gagnkvæmrar
hjálpar við starfið. Það hefir og verið stungið upp á því, aö mynda alls-
herjar berklavarnafélag fyrir alt landið. Kemur ])etta mál sennilega fyrir