Læknablaðið - 01.01.1922, Page 10
8
LÆKNABLAÐIÐ
þegar röntgenlæknirinn bar upp vandkvæöi sin. Sem curiosum má nefna,
að eitt gat valdiö erfiöleikum, þannig a‘S jafnvel þurfti aS hætta starfi í
miSjum klí'Sum. Þaö var ef logndagur kom (ekki altitt í Reykjavík!) og
ekki nægur súgur í reykháf verksmiöjunnar; þá kom fyrir, aö gufuvélin
i „Völundi'* gat ekki knúiö rafmagnsvélina ásamt öörum vélum verk-
smiöjunnar! Þegar leiö á stríösárin, uröu svo miklir erfiöleikar viö rekst-
ur „Völundar“, aö honum var lokaö i ágústlok 1917, og stóS þá Röntgen-
stofnunin uppi rafmagnslaus.
Þá var i smíöum stórhýsi Nathan & Olsens, og fylgdi því rafmagns-
stöö fvrir húsiö. \7ar nú afráöiö aö flytja lækningastofuna þangaö, en
ekki var unt aö taka til starfa á ný fyr en í janúar 1918; haföi þá orðiö
hlé á röntgenstörfum i 4)4 mán.
Hiö nýja húsnæöi var mun rýmra en á gamla staönum, tvær rúm-
góðar stofur; lofthæö 3 m. Röntgenáhöldum var komiö fyrir í annari
stofunni (ca. 6 X 6)4 m.), en hinni skift i tvent og notuð sem biðstofa
og myrkraherbergi. Rafmagn í miklu betra lagi en á fyrri staönum, en þó
hefir ætíS viljaö brenna viö aS spennan félli, ])egar tekinn er snögglega
mikill straumur. Háspennutaugunum frá röntgenvélunum aö lömpunum
var breytt og sett upp „net“ undir loftiö, þannig, aö nú mátti ná straum
á fleiri stööum en einuni i stofunni.
Uni leiö og flutt var, gerðist og aö öSru leyti breyting á starfræksl-
unni. Eins og hiö upprunalega nafn — Röntgenstofnun háskólans — ber
meö sér, var stofnunin talin til Háskóla íslands, enda átti læknadeild
liáskólans frumkvæöiö aö þvi, aö henni var komiö á fót. Þó verður ekki
meö sanni sagt, að háskólinn hafi tekiö neinu ástfóstri viö þetta afkvæmi
sitt, þvi ekki haföi Röntgensstofan starfaö nema nokkra mánuöi, þegar
læknadeildin, á fundi i okt. 1914, samþykti svolátandi ummæli: „Deild-
inni finst eölilegt, aö R.stofnunin veröi framvegis rekin sem sérstök lands-
stofnun og aögreind frá háskólanum, því kensla fer þar ekki fram, og
stofnunin er eingöngu til almenningsnota." Forstööumaður hafði þegar
í uppliafi boöiö læknadeildinni aö sýna stúdentum sjúklinga, sem þeim
gæti veriö gagnlegt aö athuga á R.stofnuninni, en ekki var talið, aö lækna-
nemendur hefðu tíma til slíks; þaö var því háskólinn sem réöi því, aö
R.stofan varð „eingöngu til alnienningsnota". Fyrir tilmæli háskólaráös-
ins var því R.stofan skilin frá Háskóla íslands á nýári 1918. Forstööii-
maöur haföi haft á hendi kenslu í lífeðlisfræði viö háskólann frá byrjun
vormisseris 1915, þar eö staða hans var upprunalega bundin þvi skilyröi,
aö hann tæki aö sér kensiu viö háskólann; þegar nú saml)andinu viö
háskólann var slitiö fór hann frarn á lausn frá kenslu og var þaö veitt.
A þeim árurn, sem liöin voru síöan R.áhöldin voru sett upp (1914),
haföi R.lækningum (ther.api) fleygt mjög frani erlendis, enda geröar sér-
stakar vélar til lækninga. Vél sú (transformator), sem kom í upphafi, er
af ágætri gerö, en aðallega ætluö til skoöunar á sjúklingum, sérstaklega
til þess að taka R.mvndir á plötur; siður til gegnlýsingar og helst ekki
til annara lækninga en geislunar á húösjúkdómum. Þess vegna var farið
fram á fjárveiting til nýrrar R.lækningarvélar, og var veitt fé á fjár-
lögum 1918. Keypt var inductor-vél frá verksmiðju Koch & Sterzel i
Dresden; var hún sett upp i júní 19x9- Máttur vélarinnar mælist við
hve langa elding hún framíeiðir, og er þaö 35 ctm. Vélin er sérstaklega