Læknablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐIÐ
3ó
II. Thoroscocopia er þýöingarmikill liöur í rannsókninni.
III. Ef ekki er til þrýstiáhald til deyfingar, þá er best aS mynda pneumo-
thorax nokkuS löngu á undan a'ðger'ðinni.
IV. Sé þrýstiáhakl notað, þá skal blása loftinu inn i pleura (í thoraco-
scopiu skyni) eins stuttu fyrir aðgerð og unt er, svo auðveldara veit-
ist að blása lungað út aftur.
V. Takist að blása lungað út aftur eftir aðgerðina, grær sárið að öll-
um líkindum fyr og betur. (Vol. 53. Fascic 6). M. E.
Fréttir.
Frú Margrét Magnúsdótir, ekkja Ólafs læknis Guðmundssonar á Stór-
ólfshvoli. dó hér í bænum þ. 20. febr., 64 ára göniul, Hún var fædd Olsen,
systir Björns heitins prófessors.
Inflúensan. Af henni er þetta að segja: Þegar fréttist í janúarbyrjun, að
hún væri gosin upp ytra, þótti óvarlegt að hafa engar gætur á henni, ef
svo færi, að hún reyndist illkynjuð. Var því boðið að skoða öll sýkt og
verulega grunsöm skip, en þau skyldu stranglega einangruð, sem flyttu
illkynjaða veiki. Nú fréttist brátt hvarvetna frá, að veikin færi að vísu
fljótt yfir, tæki allmarga en væri góðkynjuð, lungnab. fátíð og mann-
dauði litill sem enginn. Var þá búist við að litið yrði úr vörnum, en þótti
þó réttara að halda áfram að skoða sýkt skip, til þess að geta heft ill-
kynjaða veiki, ef hennar yrði vart. Það þótti og viðbúið, að læknum yrði
lagt það ilíá út, ef óvarlega væri farið, er svo stæði á. 6—7 skip voru
einangruð, og fluttu þau flest veikina frá Englandi. Var hún meðalþung
á sumum, létt á flestum. Seint í jan. kom St. Denis, botnvörpungur frá
Hull, til Reykjavíkur, hafði verið fulla viku í hafi, var grandgæfilega
skoðaður og talinn laus við alla grunsemd. Fékk svo frjálst samband við
land, og meðal annara hafði maður úr Bergstaðastr. 10 farið út í skipið.
30. janúar símar héraðsl. á Þingeyri, að skipið sé þar, og helmingur skip-
verja sjúkur af infl. Veikin hefir eflaust leynst í skipinu. 3. febr. tilkynnir
héraðsl. í Rvík, að inflúensa sé i Bergstaðastr. 10, meðalþung. Voru síðan
nokkrar varúðarreglur teknar upp um dansleyfi o. fl. hér í bænurn. Næstu
daga bar lítið sem ekkert á útbreiðslu og hefði því nokkur vafi verið
um diagnosis, ef ekki hefði 4. febr. koniið simfregn um að veikin væri komin
að Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Barst nieð ferðamanni úr Rvík. Héraðsl.
á Eyrarb. fór þangað að skoða sjúkl. og sagði veikina skýlausa infl. Vorn
þá lagstir 8 af 9 heimilismönnum. Hiti var um 40° og lágu menn 4—5
daga. Incub. var á fyrsta manni um 12 klst., á hinum 1—2 dagar. I Rvik
hefir veikinnar síðan orðið vart í 9 húsum, en ekki hefir frétst, að hún
breiddist út eystra. Eru líkur til að hún hjaðni niður eða fari hægt yfir, og
má vafalaust þakka það ónæmi almennings eftir fyrri faraldra, ekki síst
infl. í fyrra.
Sagan um St. Denis, sem liklega hefir flutt veikina, sýnir að jafnvel
ströngustu ráðstafanir (vandleg læknisskoðun og 7 daga útivist) geta
brugðist. Eflaust hefir það verið rétt í þetta sinn, að leggja ekki út í dýr-
ar og bagalegar varnir. — 20. febr. '22. G. H.