Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1922, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 3£ Um Grímsneshérað sækir að eins Guðm. Óskar Einarsson, læknir á Eyrarljakka, og hefir þegar verið settur þar héraðslæknir. Kristmundur Guðjónsson læknir er farinn frá Stokkseyri og ætlar nú utan. Sjúkrahúsið á Akureyri. í fyrra tók „Styrktarnefnd Sjúkrahússins á Akureyri“ til starfa, en í henni eru ýmsar konur á Akureyri. Nefndin hefir safnað gjöfum til spítalans og gert grein fyrir þeim um seinustu nramót. Þá hafði safnast rúmlega 2000 kr. virði af ýmsum munum og ?5947 kr. í peningum og eru 12811 kr. af þeim frá íslendingum í Vestur- heimi. Embættispróf í læknisfræði (loka])róf) tóku 5 kandidatar í þ. m.: Helgi Ingvarsson I. eink’. 176% stig, Lúðvík Norðdal Daviðsson I. eink 169^2 st., Helgi Jónasson II. ein. betri 149 st., Knútur Kristinsson II. eink. 115% st. og Karl Magnússon II. eink. 115 j/j st. — V e r k e f n i n við skriflega prófið voru: Lyflæknisfræði: Hverjar eru helstu tegundir lungua- hólgu hér á landi? Lýsið einkennum Jieirra, aðgreiningu og meðferð. — Handlæknisfræði: Þrengsli í oesophagus, orsakir þeirra og ein- kenni, greining, horfur og meðferð. — Réttarlæknisfræði: Hvaða atvik liggja til fosfóreitrunar? Hvernig eru einkenni hennar? Hvaða breytingum veldur hún i líffærunum? Hvernig má greina þær breyting- ar frá líkum breytingum af öðrurn orsökum? Læknafélag Rvíkur hélt fund 13. febr. Matth. Einarsson talaði um suppuratiönir í spönsku veikinni. Rætt var og um áframhaldsstyrk um- húðasmiðsins og félagsmál. Þinglæknarnir eru nú allir komnir til bæjarins. Árni læknir Vilhjálmsson kemur frá Noregi upp til Austfjarða og gegn- !r störfum Sig. Kvarans meðan þing stendur yfir. Nýju kandidatarnir eru þegar teknir til starfa: Helgi Ingvarsson fer sjrax utan, Helgi Jónasson gegnir um þingtímann embætti Guðm. Guð- finnssonar, Karl Magnússon embætti Magnúsar Péturssonar, Knútur Kristinsson verður um hríð á Patreksfirði fyrir Sig. Magnússon, sem ætlar til Reykjavikur, og Lúðvík Norðdal fer til Eyrarbakka. Mogensen lyfsali á Seyðisfirði er fluttur til Reykjavíkur, sem forstjóri áfengiseinkasölunnar. Sá fyrsti. Einn læknir hefir sent skýrslu um geitnasjúkl. í héraði sínu: Ól. Thorlacius. Kenslubók yfirsetukvenna er, að sögn, alveg uppseld og hvergi að fá 1 bóksölubúðuni. Er það mjög bagalegt og má eigi svo vera. Hvenær kemur ný útgáfa, — ný bók ? Væri eigi rétt fyrir íslensku læknastétina að fara að setja reglur fyrir lækna þá, sem vilja telja sig sérfræðinga í einhverri grein læknis- fræðinnar. Við höfum engin fvrirmæli þar að lútandi enn þá, en helst haldið oss við ákvæði danska læknafélagsins. Landlæknir Guðm. Björnson hefir að undanförnu skrifað ítarlegar grein- ar í Morgunblaðið til þess að skýra fyrir alþýðu berklavarnalögin. í einni Srein sinni hallast landlæknir að því, að hafa heilsuhæli einnig á Norð- llrlandi og ef til vill á Austurlandi. Heilsufar í Reykjavík í janúar: Varicellae 1; Febr. typh.: 3; Febr. ’heuni.: 1; Scarlatina : 1; Erysipelas : 5; Ang. tons.: .113; Dipther.: 4;

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.