Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1924, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.03.1924, Blaðsíða 8
3$ LÆKNABLAÐIÐ manndauðaskýrslur í hlutfalli við fólksfjölda. Brúckner þykir ])ó þessi skýrsla sem nú skal greina (og eg hefi stvtt), tala skýru máli: Barnaveikisdauði í Dresden pr. iooo íbúa 1885—1.915. 1885 .... • ••• 13.5%« 1900 .. ... j ■'•1/5% 1890 .... .... 19,2 — 1910 .. 2,7^ 1895 .... .... 5,1 — 1915 ..' ...... 2,4 — Munurinn á tímabilinu á undan og á. eftir serum er víða 50%, en liins vcgar verður að játa, að munurinn er litill, ef að eins eru tekin yerstu septisku tilfellin, en vísf er um það, að þar sem áður dóu allflestir af því tagi„ má þó pú takast að lækna rnarga slíka með serum. Reyndustu barnaiæknar eins og Baginsky, Heubner, Escherich og Czerny trúa á serurn og eru þeir sammála um þessi atriði: 1. Væg barnaveiki helst væg viö serumgjöf. 2. Skófir í koki og i)arka losna. 3. Innspýting í tæka tíð kemur í veg fyrir krúp. í Ilamborg, Kölr., Leipzjg og Liibeck komu fyrir.mjög skæðar farsótt- ir af barnaveiki. Trú sumra á serum varð fyrir hnekki. Þó segir Briickner, að allir sem hafa upplifað fyrri epídemiur og borið þær saman við þær, er komið hafa eftir serumnotkun, hafi staðið stööugir í trúnni. 'Hjeubner hefir lýst því átakanlega, hvernig ástatt var um 1890, áður en serum kom (minn- ingarrit Behrings), og sjálfur getur B., af eigin reynd samsint því. Þá dóu að heita mátti allir verulega þungt haldnir (septiskir). En að sönnu vantar enn mikið á aö hugsjónir rætist. Br. neitar því, að serum hjálpi við postdiíteritiska lömun, en nóg serum i byrjun kemur oftast í veg fyrir lömun siðar. Br. gagnrýnir rnjög aöferð Bingels og lastar hann líkt og Ustvedt fyr- ir að hafa ekki notað nógu mikið antitoxin til samanburðar við hesta- serum. Iiann prófaði þó aðferð Bingels á nokkrum úrvals sjúklingum, en gafst ekki vel. Kolle, Schlossberger, Henke og Klotz reyndu allir Bingels aðferð, bæði á dýrum og börnum, en sannfærðust um að antitoxinserum tók hestaserum langt fram. En allir eru þó sammála- um, að proteinterapi hefir eins við difteri eins og við gigt o. fI., ótvíræðan árangur til að skera upp herör innan likamsþegnanna og hvetja þá fram til orustu og gagn- eiturmyndunar. Getur hún því sennilega kornið að góðu haldi í öllum vægari tilfellum. Vlll. Prófessorarnir Bloch og Sörensen vöktu hjá okkur stúdentunum á Hafn- arárum mínum töluverðar vafasemdir urn serum, og skýtur þeim enn upp annað slagið, a. m. k. hjá mér, þegar eg les um nýjar mótbárur gegn því að serum sé undralyf. Þyngst á metunum í allri gagnrýni á serum finst mér ætíð þetta: Barna- veikin tók stakkaskiftum einmitt um þaö leyti sem Behring kom með sitt serum (um Roux er sjaldan talað, en þó mun starf hans hafa verið öldung- is eins frumlegt og brautryðjandi eins og Behrings; en við erum Ger- manar). Barnaveikin fór að verða. vægari um 1895. Það eru margir fleiri en Sörensen sem hafa haldið. því fram. Serumtrúarmenn segja. p r 0 p t ér h o.c,..Len..\rantrúáðir p 0 s..t. h 0 c. Að . visu verður að hlusta á þá helst,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.