Læknablaðið - 01.03.1924, Blaðsíða 6
36
LÆKNABLAÐIÐ
Á síSustu þremur árum hefi eg opereraS 36 halluces valgi, á 25 sjúk-
lingum. 'Hefi eg fylgt Schedes aöferö aö mestu viö þá alla; i stuttu máli,
eg hefi skorið eftir medial-röndinni frá miðjum efri phalanx hallucis, upp
á mitt os metatarsi, skorið burt clavus (þegar hann hefir veriö), og bursa,
bevgt síðan tána eins mikiö út á viö eins og unt hefir veriö, numiö síöan
burtu með meitli, þaö af capitulum, sem þá hefir staöiö út undan basis,
klipt af brúninni meö beinskærum, sléttaö og fágaö beinsárið sem best,
svo að hvergi sé ójafna, lokað síðan sárinu meö catgut og Mitchel-klemm-
um, reist upp tána og kipt henni sem mest inn á viö og bundið svo fótinn
fastan á Ludloffs-sóla,* og haldiö þeim skoröum um tveggja vikna
tima, úr þvi hefi eg látið sjúkl. fara að ganga, og hefir hann smá-liökast
og venjulega verið alfær eftir 5 vikna tíma. Allir hafa gróið pr. pr.
Þetta er alveg Schedes-aöferö, aö því fráskildu, aö eg tek mun meira
af capitulum og geri mér far um aö færa tána i réttar skorður og halda
henni þar nokkuö lengi, meöan liðsárið er aö gróa og sinarnar aö togna.
18 þessara sjúklinga, meö 27 halluces valgi veit eg um, og eru þeir í
stuttu máli sagt allir góöir nema einn; þar hefir sótt i sama horfið, að
komin er töluverð skekkja á tána aftur og eymsli í capitulum, en þó
ekki svipað því sem var. Allir hinir eru góðir: valgusskekkjan er miklu
minni, engin ankylosis, engir verkir eöa eymsli. Þegar spurt er um ástand-
ið, þá svara þeir mjög oft: Eg kann mér ekki læti síöan eg var skorin.
Um líðun hinna 7 sjúklinganna er mér ekki kunnugt, en tel vist, aö
hún sé góð. En skilyrðið fyrir því, aö batinn haldist örugglega, er að
nota hentugan skófatnaö; en mesta furöa er þó, hvaö batinn hcfir veriö
endingargóður, þrátt fyrir þaö, þótt þetta skilyröi sé jafnaðarlegast brotiö.
Matth. Einarsson.
Diphtheria faucium.
Hitt og þetta um veikina og meöferð hennar
eftir Steingrím Matthíasson.
VI. (Niöurl.)
Skoðanir þær sem próf. Bie heldur fram um áhrifin af serum í hinni
nefndu ritgerð, eru aö öðru leyti mjög einkennilegar, og að þvi er mér
virðist, beinlínis stríöandi móti daglegri reynslu. Þess vegna get eg ekki
stilt mig tim að gefa útdrátt úr ritgerðinni, þó eg sé ekki fær um að
gagnrýna kenningarnar.
Bie hefir tekiö þrjú atriöi til rannsóknar:
1. Áhrif serums á sótthita.
2. Áhrif serums til aö hindra útbreiöslu skófa.
3. Áhrif serums til aö losa skófir.
* Ludloffs sóli er pappaspjald sniðið eftir fæti og klofið að framan, svo að binda
megi stórutjána sér, og er stórutáar-hlutinn látinn vita heldur meira inn á við
en að réttu lagi.