Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.07.1924, Blaðsíða 3
io. árg. Reykjavík, i. júlí 1924. 7. blað. Ónæmi eftir inflaensu. Eftir Sigurjón Jónsson. Það gegnir í rauninni furðu, hve lítið menn vita enn um ónæmi eftir inflúensu, jafn gott færi og ætla mætti, að hefði oft verið til að fá vit- neskju um það 3—4 áratugina seinustu. Að vísu munu útlendir læknar, er þetta hafa athugað, telja víst, að þeir, sem fá inflúensu, séu að jafnaði ónæmir einhvern tima á eftir, en hve lengi það ónæmi endist, og hve mikið megi reiða sig á það yfirleitt, veit eg ekki til að nein niðurstalða sé fengin um. Hér á landi virðast skoðanir lækna á þessu vera all-sundur- leitar; er svo að sjá, sem sumir telji ónærni eftir infl. ekki meira en á borð við ónæmi eftir vanalegt kvef, sem menn geta fengið oft á sama ári, eins og kunnugt er; að minsta kosti líta þeir víst svo á, sem trúa því, að „barnakvefið" 1919 hafi verið influensa, því að í Reykjavík „lögð- ust sum börn þungt í barnakvefinu, sem nýskeð höfðu sýkst af Spánar- veikinni" (Heilbrsk. 1911—1920, bls. LIX) ; væri þó sennilegt, ef infl. gæfi ónæmi á annað borð, að það yrði meira og entist lengur eftir jafn- þunga farsótt og Spánarveikin var, en eftir léttari inflúensu-farsóttir. Hins vegar getur Þ. Th. þess (Lbl. 1919, bls. 35—36), að enginn af þeirn, sem fengu i Rvik hina vægu infl., sem barst þangað í júlí 1918, hafi fengið spönsku veikina, er barst þangað í október s. á., og svípað má ráða af Heilbrsk. bls. LII og LIV, þótt ekki sé þar jafn ríkt að orði kveðið. Aftur á móti er þar (bls. LIV) haft eftir Gísla Péturssyni, sem taldi júlíinfl. hafa gengið í Eyrarbakkahéraði, að Spánarveikin hafi lagst jafn-þungt á þá, sem hana höfðu fengið, og aðra. Fleira mætti tiifæra, sem sýnir, að hér lítur sínum augum hver á silfrið, íslenskra lækna, og fæstir líklega reynt, að gera sér verulega grein fyrir þessu, og svo hefir því verið farið um mig. En reynsla mín í inflúensu-farsótt þeirri, sem nú er á förum hér, gefur svo eindregna bendingu um þetta í ákveðna átt, að eg þykist i bráðina nokkurs vísari og tel rétt að geta um það, meðal annars í þeirri von, að það verði öðrum tilefni til að athuga sína reynslu í þessu tilliti. Siðan eg varð héraðslæknir í Svarfdælahéraði, hefir infl. gengið hér fjórum sinnum: 1912, 1915, 1921 og 1924. Þeirra þyngst var infl. 1921, og þó ólíkt vægari en Spánarveikin hafði verið. Hinar voru allar vægar, sérstaklega 1915. Nú er það segin saga, að þegar slíkar sóttir eru mjög vægar. er læknis ekki leitað, a. m. k. ekki til sveita, nerna til fárra af þeim sem veikjast, og gerir það allar athuganir erfiðar og meira og minna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.