Læknablaðið - 01.07.1924, Side 12
LÆKNABLAÐIÐ
ío6
verið að tala um, a‘ö hefðu einhver af einkennum limafallssýkinnar (holds-
veikis-erythem, tilfinningartruflanir, vöðvarýrnun, fingra- eða tá-kreppur,
trofiskar truflanir o. s. frv.)
Hingað til hefir árangurinn af baráttunni gegn holdsveikinni að mínu
áliti gengiö betur, en hefði verið hægt að búast við.
Undir læknastéttinni er það komið, hve langan tíma þarf til að út-
rýma sjúkdómnum með öllu úr landinu. Það mun ganga nokkur tími
til ])ess enn. Það eru drjúgar innansleikjurnar.
Lögin frá 1898 og 1909 um holdsveikina, eru aö mínum dómi nægilega
hörð, — liklega haröari en í ílestum öðrum menningarlöndum. Það er
vafasamt, hvort rétt sé að heröa á þeim enn frekara, til þess að ná i
nokkra aldraða limafallssjúka menn, þar sem sjúkdómurinn liefir staðið
i stað óbreyttur svo árum og jafnvel áratugum skiftir, og enginn getur
sagt með vissu um það, hvort þeir séu holdsveikir enn eða þeir beri að
eins á sér afleiðingar liðinna holdsveikistima. Auðvitað geta sveitafélög-
in flutt slika sjúklinga í holdsveikraspítalann lögum samkvæmt, ef þeir
eru sveitar]mrfar, og eiga að gera það.*
Það er áríðandi, að læknar hafi gát á börnum holdsveikra; hverir hafi
verið holdsveikir i héruðunum, má s j á a f holdsveikrabók-
u n u m. Menn verða að halda spurnum fyrir, hver börnin eru og hvar
þau eru niður komin. Erfiðara mun verða, að hafa upp á því fólki, vanda-
Iausu, sem sjúklingarnir hafa verið með.
Því fyr, sem sjúklingarnir verða fluttir í holdsveikraspítalann, þess
meiri likindi eru til, að sjúkdómurinn verði stöðvaður eöa batni, auk þess
sem menn firra héruöiu hættu.
Limafallssjúkir sjúklingar, með lepra progrediens, þar sem erythem-
blettir eru enn i húðinni. eiga auðvitað að fara í holdsveikraspitalann. íþess-
um blettum má stundum finna aragrúa af gerlum, og eins í nasaslími þeirra.
Um verulega einangrun holdsveikra í sveitum vita allir læknar, að
varla er hægt að tala í alvöru.
Dr. Benedikt Einarsson í Chicago.
í grein minni um íslenska kollega vestanhafs (i maíblaðinu), gleymd-
ist mér að geta um elsta islenska læknirinn, sem praktiserar þar vestuv
frá. Þaö er Dr Benedikt Einansson, senn urn langan tíma hefir
búið i Chicago, og unnið sér ]var inikla hylli, sem ágætur kirurg. Hanu
er ættaður úr Mývatnssveit. Fór ungur vestur. Vann ]iar með dugnaði
líkamlega vinnu, — fór svo að læra til læknis, og tók próf.
Hann lifði lengi ókvæntur, en giftist loks sænskri stúlku (hjúkrunar-
konu) og á með henni tvö einstaklega efnileg börn. Hann er kominn nær
sjötugu, og þar eð hann mest allan aldur sinn hefir talað enska tungu,
* Mér hefir verið sagt, að einhver liafi hreyft því í vetur á þingi, að jafnóðum
og rúm losnuðu í holdsveikraspítalanum, ætti að fylla upp í það skarð méð öðrum
sjúklingum. Líklegast hefir það eigi verið sagt í alvöru, því allir ættu að geta
skilið, að það væri ekki heppilegasta ráðið í holdsveikisbaráttunni.