Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1926, Page 8

Læknablaðið - 01.02.1926, Page 8
2 LÆKNABLAÐIÐ Eftir heimilfsfatjgi, gkiftust sjúklingarnir þannig: • r < f ; í jUT Akijr^yrarhéraöi' -voru .......... Svarfdæla^héraöi *... I......... Lt Þistilfjarðarhéraöi ............... — Hofsóshéraöi ....................... — Hróarstunguhéraði................... — Vopnafjaröarhéraöi ................. •— Höfðahverfishéraði ................ — Siglufjarðarhéraði ................. — Húsavikurhéraði..................... — Sauðárkrókshéraði.................... — Blönduóshéraði ..................... — Axarfjarðarhéraði .................. Samtals .... 41 sjúkl. Aðrir sullsjúklingar, sem eg hefi haft afskifti af, en þeir, sem nú eru greindir, eru þessir: Meðan eg þjónaði Reykjavíkurhéraði 1905—1906, slæddist til min einn sullaveikur drengur, 13 ára, sem eg skar ad. mod. Volkmann. Honum heilsaðist vel, og eg var montinn af, þar til Guðm. Björnson, þáverandi héraðslæknir, skrifaði mér ári seinna, að strákur hefði komið til sín á ný, með nýjan sull, utan við þann fyrri. Eitt sinn kallaði Sigurjón koliega Jónsson mig sér til hjálpar við sullaveika, roskna konu, á Kálfskinni, sem var aðframkomin af afarstórum graftrarsulli, er þandi út allan kviðinn, og var konan in extremis. Við opnuðum kviðinn og þann áfasta, feiknarlega sullbelg eins og hvern annan ab'scessus. Konan dó á sama sólarhring. Eitt sinn var komið með sullaveikan mann, nálægt fimtugsaldri, framan úr Firði; hafði hann mjög sollinn kvið og fyrirferðarmikinn, og margulur var hann allur. Hann hafði verið látinn riða höstum klár og lötum, (maðurinn var þurfalingur, en einn af þessum harðvítugu íslendingum, 'sem próf. G. M. heíir rómað fyrir, að gefi sullunum tima til að mynda marga sullunga). Þegar til sjúkrahússins kom, leist mér maðurinn svo „framkominn fyrir vanmegnis sakir“ (eins og scgir í Rafns sögu Sveinbjarnarsonar um steinsóttarmanninn), að eg taldi öruggast að bíða aðgerðar lil næsta dags. En um nóttina dó maðurinn, og þótti mér betur, að hann dó ekki oftir minar aðgerðir. Enn var maður sendur mér úr Norðfjarðarhéraði með lifrarsull, er lengi hafði valdið hitasótt með gulu. Þegar hingað kom, var hann orðinn hitalaus og allvel hress. Hann hafði að auki við sullinn afarstóran iðrahaul, h. megin, og olli það honum mikilla ónota þar eð hann var orðinn i r r e p o n i b i 1 i s, og fylgdu kveisu- köst. Eg afréð að gera fyrst við kviðslitið, þar eð eg hugði að langt yrði að bíða hentugra tækifæris, ef sullurinn væri fyrst opnaður og græfi lengi í sullholinu, samfara hitaveiki. Eg gerði herniotomia a d. mod. Bassini, og gekk það vel. En að viku liðinni fékk maðurinn thrombosis venæ iliacæ, og dó úr embolia a r t. pulm. Ásakaði eg mig þá eftir á, að hafa ekki fyrst tekið sullinn fyrir, því sennilega hefði það verið réttara. Þá minnist eg enn eins sullsjúklings, sem kom til mín að lcita ráða, hvort eg vildi gera á sér skurð. Hraustlegur maður um fimtugt, er hafði ca. tveggja hnefa stóran 12 sjúkl 12 — 3 “ 3 — 3 — 2 — 1 -— 1 — 1 — 1 — 1 — 1 —

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.