Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1926, Page 30

Læknablaðið - 01.02.1926, Page 30
LÆKNABLAÐIÐ H landssjóöi til siglingar. Var hann þá vetrartíma i Kaupmannahöfn og lagöi stund á eyrna-, nef- og hálslækningar hjá próf, Schmiegelow. Var hann hinn fyrsti íslendingur sem stundaöi þá sérfræöigrein, enda haföi hann mætur á heríni upp frá því. Ásgeir sál. var læknir meö lifi og sál meöan hann var í blóma lífsins og heilsan ekki bilaSi. Haföi hann flesta þá kosti til aö bera, er prýða mega góöan lækni. Hann var sérstaklega vel að sér í læknisfræöi og fylgdi vel meö öllum framförum, enda átti hann bókakost góöan. Þegar hann hætti læknisstörfum gaf hann háskólanum allar læknisfræöiljækur sínar og tímarit. Ilann var ötull og ósérhlífinn viö læknisstörf og á feröalög- um, hvort sem viö var aö eiga vötnin í Skaftafellssýslu eöa snjóþyngslin i Þingeyjarsýslu. Hjálpfýsi hans og samviskusemi var viðbrugðið, hann vildi öllum hjálpa, alt gera sem í hans valdi stóö, hvort sem von var á endurgjaldi eða ekki. Hann var lika sérstaklega vel liðinn af héraðsl)úum sinunt og öllum, sem hann þektu. Á yngri árurn var Ásgeir Élöndal gleðimaður mikill og aflDragös söng- maður, svo sem hann átti ætt til. En missir fyrri konu hans eftir liðlega árs sambúð, konu, sem hann hafði unnað hugástum frá liarnæsku, dró rnikið úr glaðværöinni, og varð hann ekki samur rnaður aftur. Heilsu- bilunin, berklaveiki í lungum, sem hann varð að leita sér lækningar viö vetrartima á heilsuhæli í Danmörku, svo og vaxandi heyrnardeyfa meb höfuðsvima, hjápaði líka til að sýna honum alvöru lífsins; en altaf var hann þó sami hjálpfúsi maðurinn og samviskusami læknirinn. Viö opinber mál fékst Ásgeir sál. ekki, læknisstörfin voru honum alt. Það litla, sem eftir hann liggur á prenti, er og læknisfræðilegs efnis. Eru það ýmsar greinar í innlendum og útlendum blöðum og tímaritum,* svo og „Líkams- og heilsufræði" til kenslu í alþýöuskólum, prentuð á Akur- eyri 1924, vel sarnin bók. Ásgeir sál. var tvígiftur. Fyrri kona hans var Emilía dóttir Péturs organista Guðjohnsen. Giftust þau 6. okt. 1884, en hún dó 18. nóv. 1885, af afleiðingum barnsburðar. — Seinni konan var Kristín dóttir Þóröar verslunarstjóra Guðjohnsen á Húsavík. Lifir hún mann sinn ásamt einni kjördóttur. Þ. J. Th. Nýju maantræöirannsóknirnar í Noregi. Norðmenn hafa orðiö fyrir því happi, að eignast óvenjulega ötulan mannfræðing. Það er fyrver. herlæknir dr. H a 1 f d a 11 B r y n, í Þránd- heimi. Hefir hann sjálfur mælt ógrynni manna, og honum mun ]jað mest aö þakka, aö Norömenn eru nú vel á veg komnir með að semja nákvæma mannfræði alls Noregs: Anthropologia Norvegica. Sem dæmi þess, hve mikilvirkur Bryn er, nefni eg hér bækur þær, sem hann hefir ritað um mannfræðirannsóknir sínar, og það á fám árum. * Þar á meðal: Dr. Edv. Elilers Indberetninger om Spedalskheden i Island. — Hosp.tid. 1895.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.