Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1926, Qupperneq 37

Læknablaðið - 01.02.1926, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 3i iamanir. Miklar lamanir geta orðiö, þótt sjúkd. sé vægur í fyrstu. Mikilsvarðandi er að halda liðamótum í „normal“ stellingum; skal vera rétt úr knjám og mjaðmarliðum, en öklaliður í go° horni. Ef hand- leggur er lamaður, skal abducera upphandlegg (deltoideus-lömun), halda olnbogalið i réttu horni, en hafa úlflið í dorsalflexion. Höf. ráðleggur að nota umbúðir í þessu skyni. A f t u r b a t i n n. Fám vikum eftir byrjun sjúkd. eru öll akut ein- kenni horfin,' og afturbatinn byrjar.. Nú skal hefja fysio-therapia og byrja með vægu nuddi, og passiv og activ hreyfingum i liðamótum. Gefa skal Jjví gaum, að sem minst mótstaða sé gegn activ hreyfing- um. Má nefna sem dæmi máttleysi í kné, vegna lömunar á m. quadri- ceps femoris; meðan sj. reynir að rétta úr knénu á hann að liggja á hliðinni, til þess að hafa sem minst erfiði fyrir vöðvana. Rafmagn er gagnlegd, einkanlega til þess að erta til samdráttar vöðva, sem sjúkl. getur ekki hreyft af sjálfsdáðum; vöðvar, sem eru algerlega lamaðir visna á ótrúlega skömmum tíma. Oft þarf að hafa limi í umbúðum (spelkur) á nóttunni, til þess að koma í veg fyrir óheppilegar stell- ingar, t. d. pes equinus. Höf. telur, að fysiotherapia skuli iðkuð í 12 mán. L a m a n i r t i 1 1 a n g f r a m a (residual paralysis). Þegar fysiothera- pia hefir verið iðkuð til hlítar, kemur til greina skurðlækning. Auðvitað koma uml)úðir (prothese) oft að góðu haldi, en með operation má stund- um komast hjá smíðuðum umbúðum, sem ætíð þyngja hinn sjúka lim og eru að öðru leyti til trafala. Skurðlækning, sem kemur til greina, er : t r a n s p 1 a n t a t i o á s i n u m, t e n o d e sji s (festing sina) og arthrodesis, eða tálmun hreyfinga í liðamótum, með því að koma til vegar, að liðfletir vaxi saman. — Þessar lækningar liafa einkum fullkomnast siðustu 10 árin, og eru nú mjög um hönd hafðar. Höf. nefnir sem dæmi eftirtalda þrjá skurði; Talipes valgus paralyticus. Myndast vegna lömunar á m. tibialis anticus og posticus. Mm. peronei keyra fótinn í valgus-stelling. Við þessu er gert með því að flytja peroneus brevis og tertius innan- fótar, og festa ,þá við tibialis anticus og os naviculare. Fóturinn liggur svo supineraður í gipsumbúðum um 6 vikna skeið; síðan æfingar og nudd. Ef vel tekst, er með þessu komið í veg fyrir pes valgus og sjúkl. kemst hjá notkun umbúða. Þetta var dæmi um sina-transplantatio. „D r o p - f o o t“. Dorsal-flexorar lamaðir (tibialis anticus). Þetta má laga með tenodesis. Sinin á tibialis anticus er skorin sundur efst uppi. Gangur er gerður þvert gegnum crista tibiæ, og vöðvasininni smokkað þar í gegn; hún liggur þá í lykkju og er færð niður á við; er saumuð þannig saman, og fest jafnframt í beinhimnuna. Er þess gætt, að fótur- inn sé þá dorsal-beygður í minna en 90°. Vill stundum slakna lítið eitt á sininni eftir á og er því ráðlegt að gera ráð fyrir því fyrirfram. Þriðja skurðaðgerðin, sem nefnd var, er arthrodesis. Sem dæmi nefnir höf. „unstable ankle", eða liðlos í öklaliðnum og artic. talo-calcanea, vegna lömunar í vöðvum. Tilgangur aðgerðarinnar er að eyða brjósk- inu í liðamótunum rnilli beinanna í tarsus, þannig að þar myndist ankylosis ossea. Aftur á móti er sjálfur öklaliðurinn látinn ósnertur. Fóturinn hafð- ur i gipsumbúðum í 3 mán. Arthrodesis er ekki ráðlegt að gera fyr en

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.