Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 7
17. árg. lleykjavík, jan.—febr. 1931. 1.—2. tbl. Um áramótin. Svo kann sumum læknum aö viríSast, aÖ útlitiÖ sé fremur iskyggilegt nú um áramótin. Engar læknisstööur eÖa embætti fást auglýst, ekki einu- sinni kandidatspláss við Landsspítalann, og þaÖ þó yfirlæknunum væri leyft að ráða hver fengi þau. Ekki færri en 5 héruð eru nú skipuð sett- um læknum og sum til langframa. Við Háskólann kenna nú 4 kennarar fyrir ekkert (Matth. Einarsson, Halldór Hansen, Kjartan Ólafsson og dr. Helgi Tómasson). Var einn þeirra fastur aukakennari (Kj. Ól.) og hafði leyst starf sitt ágætlega af hendi, en svo tilkynti dómsmálaráðherra alt í einu, að honum yrðu engin laun greidd! Yfirlæknar spítalans fá fæstu að ráða og ekki spurt um álit þeirra, því að dómsmálaráðherrann hefir ekki annað þarfara að gera en að reka hurtu hjúkrunarstúlkur eða matreiðslufólk og ráða annað í staðinn. Læknar, sem siglt höfðu í því trausti, samkvæmt ummælum landlæknis, að þeir fengu utanfararstyrk, fá þau svör hjá dómsmálaráðherra, að þeir geti engan styrk fengið, af því að þeir séu uppreisnarmenn og í Læknafélagi Islands! Ofan á þetta og fleira því líkt, bætist svo, að landlæknir sýkist og get- ur engum störfum gegnt. Meðal annars er nú heilbrigðisskýrslunum siglt á ný í strand, þó mikið væri fyrir því haft, að koma þeim í lag. Og svo kemur nýja áfengisreglugerðin sem ágætt sýnishorn af stjórn heilbrigðismálanna. Auk annarar heimsku, þá er hún skýlaust lagabrot og gengur þvert ofan í yfirréttardóm (nr. 22—1902) um lyfjasölurétt hér- aðslækna! Það er eins og öll þessi óstjórn stefni að því einu marki, að „terrori- sera“ lækna, að svifta þá embættum, styrkjum og launum, sem ekki vilja dansa eftir flokkspípu dómsmálaráðherrans. Aðferðin kann að vera góð við „andlega volaða“, en ekki viö lækna. Ekki vil eg mæla þessu ástandi bót, en satt að segja er eg „ekkert hissa á tíðinni"! Að minni hyggju hefir Læknafélagið aldrei verið sterkara en nú, þó hlifst hafi það við að hleypa öllu í bál og brand. Kröfur þess og stéttar vorrar eru svo sanngjarnar og sjálfsagðar, að hverri sæmilegri stjórn má vera ánægja að uppfylla þær. Það getur verið, aS vér verðum að bíða byrjar eins og sjómennirnir, en um hitt þarf enginn að efast, að Lœknafélagið lifir allar stjórnir dauð- ar og pólitískt dœgurþras. Það kemur áreiðanlega sá tími, og máske fyr en varir, að góð samvinna hefst aftur milli lækna og heilbrigðisstjórnar. Þá hrindum vér þeim heil-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.