Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 10
4 LÆKNABLAÐIÐ r Minniug’ag'jatasjóður Landspítala Islands. Eins og læknum mun vera kunnugt, Lirtist auglýsing í 3. tbl. Lögbirt- ingablaðsins ]). á., um að styrk úr sjóð þessum yrði úthlutað í lok fyrsta ársfjórðungs 1931 og umsóknir skyldu sendast formanni sjóðstjórnarinn- ar, frk. Ingibjörgu H. Bjarnason. Þar sem sjóður þessi er þegar orðinn að upphæð kr. 180 þús., og á því fyrir höndum að vaxa mikið í framtíðinni og þannig verða verulegur styrkur ýmsum bágstöddum sjúklingum í landinu, sneri ritstjórn Lcekna- blaðsins sér til formanns sjóðsins, frk. Ingibjargar H. Bjarnason, til að fá frekari vitneskju um rekstur sjóðsins og fyrirkomulag. Frk. Igibjörg gaf oss góðfúslega þessar upplýsingar: Þangað til sjóðurinn er orðinn kr. 250 þús., skal helmingur vaxta leggj- ast við höfuðstól, síðan þriðjungur, uns sjóðurinn er orðinn kr. 500 þús., en úr því /(, hluti vaxtanna. Því, sem ekki legst við höfuðstólinn, skal varið til styrktar bágstöddum sjúklingum á Landspítala Islands. Þó ber þess að gæta, að fyrst um sinn standa kr. 125 þús. af sjóðnum í „Útborgunardeild Söfnunarsjóðs íslands", en vextir af þeirri upphæð renna saman við höfuðstólinn og kernur því ekkert af þeim til úthlutunar þann tíma, sem féð er geyrnt á þessum stað. Sú upphæð, sem fyrst um sinn rennur til styrktar sjúkum, er því helm- ingur af vöxtum þeirra 55 þúsunda, sem ekki eru í „Útborgunardeild Söfn- unarsjóðsins". Þessi styrkur verður þannig ekki mikill fyrstu árin, en aftur því ríf- legri síðar meir, þegar allur sjóðurinn tekur til starfa. Allar umsóknir um styrkveitingar skulu stilaðar til formanns sjóðsins frk. Ingibjargar II. Bjarnason, Reykjavík. Þeim skulu fylgja efnahags- vottorð frá lækni þeim, er sjúklinginn stundaði, áður en hann kom á spítal- ann, og viðkomandi sóknarpresti. Ennfremur tillögur um styrkveitinguna frá yfirlækni og yfirhjúkrunarkonu þeirrar deildar Landspitalans, sem sjúk- lingurinn liggur á. Styrkur til sjúklings má aldrei vera ininni en /3 af öllum sjúkrakostnaði. Læknum, sem allra manna best þekkja kjör og kringumstæður sjúklinga og vita hversu þungt mörgum fellur það, að verða að leita á náðir þess opinbera, ef veikindi ber að höndum, hlýtur að vera þessi sjóðstofnun mikið gleðiefni og Lœknablaðið vill ekki láta hjá líða nú, þegar sjóðurinn tekur til starfa, að færa þeim mörgu konurn, sem að þessu líknarstarfi hafa unn- ið, sínar bestu þakkir, og óskar þess að ,,Minningagjafasjóðnr Landspítala íslands“ eigi fyrir höndum að verða landi og lýð til mikillar blessunar á ókomnum árum. Þrír keisaraskuröir við placenta prævia. Eftir Vilmund Jónssoii. Einhver hin ruddalegasta aðgerð, sem læknar iðka, er sú, er þeir leitast við að hjálpa konum með fyrirsætnar fylgjur á þann hátt, að bora sig í gegnum fylgjuna, ná fram fæti, toga svo langt niður að sitjandinn á fóstr-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.