Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 15 herrann hafi teki'Ö það princip, a‘Ö auglýsa engar læknisstö'Öur,, meðan að stendur i stappi milli L. í. og landsstjórnarinnar. — Landsspítalanefndin hefir hókað hjá sér, að liún æslíti þess, að stöðurnar yrðu auglýstar. Stöðurnar, sem um er að ræða, eru: 3 yfirlæknisstöður (medicinsk, kirurgisk, röntgenologisk). 3 aðstoðarlæknisstöður (medicinsk, kirurgisk, röntgenologisk). 2 kandidatastöður (medicinsk og kirurgisk). í að'stoðarlœknisst'áðnrnar er meiningin að fá lækna, sem stunda ann- að læknisstarf í bænum, en vinna á spítala fyrri hluta dagsins. Kandidatarnir eiga aftur á móti að vera spítalans menn að öllu leyti. Ennþá hafa engir læknar verið ráðnir að spítalanum eða settir, þ. e. a. s. hafa ekki fengið neitt bréf viðvíkjandi þessu. En talað hefir verið við dr. J. Hj. S., dr. G. Q. og próf. G. Thor., og þeir ætla að taka yfir- læknisstöðurnar að sér. Frá upphafi verið verið gengið út frá því, að háskólakennararnir í lyf- læknisfærði og handlæknisfræði yrðu yfirlæknar spítalans. Hvað viðvík- ur dr. G. Cl., þá er þar frekast um flutning úr einu húsi í annað að ræða, en enga eiginlega nýja stöðu. „Við höfum allir 3 talað við stjóm L. I. og skilist, að hún væri ekki mótfallin því, að við tækjum stöðurnar, þó þær væru ekki auglýstar." Um aðstoðarlœknisstöðurnar er nokkuð öðru máli að gegna, — þær eru nýjar. Ráðh. hefir sett okkur yfirlæknunum algerlega í sjálfsvald, hvaSa menn við réðum og við höfum rætt um þessar stöður við stjórn L. 1. — Um kandidatastöfiumar virðist nokkuð liku máli að gegna og um að- stoðarlæknisstöðurnar. Próf. G. Hanness. svaraði fyrir hönd stjórnar L. ísl. og embættanefnd- ar. Um y/frlæknana hefir aldrei verið nein deila, altaf gengið út frá því, að háskólakennararnir í medicin og kirurgi yrSu yfirlæknar, og hvað dr. G. Cl. viðvíkur, þá er þar einungfs um flutning að ræða. Viðvíkjandi odífodarlæknunum : Yfirlæknarnir óskuðu þess, að þeir mættu í fyrstu mestu um það ráða, hverja aðstoðarlækna þeir fengju, m. a. af því það væri þeim hægast, að hafa til þess að byrja með menn, sem þeir þektu og gætu treyst sérstaklega. Væri þetta braðabirgðaskipulag, í mesta lagi eins á>s setning. Viðvíkjandi kandidötunum: Próf G. H. hefir símað til þeirra kandidata, sem hann helst gat hugsað sér að um þær stöður mundu sækja, tilkynt þeim að þeir skyldu snúa sér til yfirlæknanna. Var það álit stjórnar L. í., að stuðla bæri fyrst og fremst að því, að Land- spítalinn kæmist i gang, og skuldinni skyldi ekki verða skelt á læknana, ef svo yrði ekki. Annars stæði auðvitað ekki á félagsstjórninni að fylgja fram vilja félagsmanna, ef hann væri annar. Það hefir alla tíð verið eitt aðal- áhugamál íslenskra lækna, að fá Landspítalann í gang. í frekari umræðum tóku þátt V. Alb., Bj. Snæbjss., G. E., H. T., Hannes G., M. E., H. Stef., Pétur Jónsson, Kr. Bjarnason, H. Hansen, G. Th. og G. H. Var deilt á yfirlæknana fyrir það, að hafa ekki auglýst aðstoðarlæknis- og kandidatastöðumar, fyrst þeim var i sjálfsvald sett að ráða mennina, þótti farið á hak við þá, sem eru utanbæjar eða utanlands, með því að setja þannig í mörg embætti og stöður, án þess að þeir vissu nokkuð um þær, eða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.