Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 36
3° LÆKNABLAÐIÐ bandalagið hefir snúið sér til próf. Knud Faber, sem flestum ísl. læknum er kunnur, og hefir Faber tekist á hendur að fara til Kína i þessum erind- um, og dvelja þar í i—2 misseri. — (Ugeskr. f. L. 10./7. '30). Kjör lækna í Kússlandi. Fyrir byltinguna var skortur á læknum í Rússlandi, sérstaklega i sveit- um. Komu að meðaltali 12000 íbúar á einn lækni. Kjör þeirra voru svipuð því, sem gerðist í öðrum löndum. Fátæk alþýða, en mikið að gera. Eftir byltinguna var þessi stefna tekin: ,,Ríkið annast öll læknisstörf. Læknishjálp sé öllum trygð og ókeypis fyrir alla sjúklinga. Öll áhersla sé lögð á varnir gegn sjúkdómum." Samkvæmt þessu uröu læknar, hjúkrunarstúlkur og lyfsalar starfsmenn rikisins, öll sjúkrahús og lyfjabúðir ríkisstofnanir. Starfstími lækna var ákveðinn 6 stundir á dag. Kaupið var frá 223 kr. til 450 kr. á mánuði. Læknar urðu þannig embættismenn með mjög lágum launum. Til þess að geta séð fyrir nægri læknishjálp varð að fjölga læknum. Það var gert á þann hátt, að ríkið kostaði alt nám læknanema, en þeir voru aftur skyldugir til þess að starfa 3 ár í sveitahéruðum að námi loknu. (Þetta er sama rá'ðið, sem íslenska stjórnin vildi grípa til á síðasta þingi, þó kostir hennar væru öllu lakari). Auðvitað kostar slik læknishjálp stórfé. Alþýðutryggingarnar rússnesku nema alls 15—20% af kaupi manna. Ekki er það lítið starf, sem stjórnin heimtar af læknum. Við ,,klinik“ járn- brautamanna í Moskva er ætlast til að hver læknir afgreiði daglega: Lyflæknir ............. 35 sjúkl. Tannlæknir ............. 18 sjúkl. Barnalæknir ........... 28 — Handlæknir ............. 45 — Taugalæknir ........... 30 — Eyrna- og hálslæknir ... 40 — Augnlæknir ............ 80 — Skrítin er þessi áætlun, og lítt skiljanlegt að augnlæknir geti afgreitt hvern sjúkl. á 5 mín. eða taugalæknir á tæpum 15 mín., svo í nokkru lagi sé. Þó er sagt, að læknishjálpin sé ekki öllu lakari en gerist í öðrum löndum. Auðvitað verða læknarnir að lifa sem fátæklingar. Einn af frægustu læknunum komst þannig að orði: „Hvernig eigum við að geta starfað svo vel sem skyldi, þegar íbúðin er örlítil, illa hituð og alt óþverralegt umhverf- is. Tilraunadýrin eru miklu betur hýst en læknarnir. Eg verð t. d. að hafa sama eldhús og 4—5 aðrar fjölskyldur. Lifað getur maður af laununum, en erfitt að gera sig ánægðan með að geta að eins dregið fram lífið. F.itt- hvað þarf maður að hafa út af fyrir sig og helst að geta klætt sig þokka- lega. En hér druknar alt i þessu eilífa „systemi". Þannig lýsir Dr. Ralph Reynolds (San Francisco) ástandinu, en heil- brigðisráðherrann rússneski bauð honum að koma og sjá hversu það væri. — (The Nation, sept.). G. H. Fósturlát eru nú skráð i Rússlandi á sama hátt og fæðingar. Árið 1929 fæddust í Leningrad alls 39058 börn, en tala óburða var 53512, eða mun hærri en bamanna. Allmargar konur deyja, þó fóstrin séu rifin úr þeim á spitala. (Lancet, Dec. 27. '30).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.