Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 38
32 LÆKNABLAÐIÐ öllum félagsmönnum. Frágangurinn er prýÖilegur og öllum aÖstandendum til sóma. Hinn alkunni prentsmiÖjulalli virÖist hafa veriÖ í sérlega góÖu skapi, þegar hann t. d. smeygöi inn „grænjaxlar", í stað endajaxlar, neÖst á siÖu 28. Þykir góÖs viti, að hann skuli hafa viljaÖ lifga upp þessa al- varlegu bók. Þetta, og aÖrar smápréntvillur, var þó leiðrétt í mestöllu upp- laginu, áður en það var sent út. — Ef menn hafa einhverjar tillögur aÖ gera, um framtíðarfyrirkomulag bókarinnar, þá ættu þeir að senda þær til ritstjóra hennar sem fyrst, svo að unt verði aÖ taka þær til athugunar. Borist hefir blaðinu: Mitteilungen der Islandsfreunde, Hagskýrslur, Vest- urland; ennfr. Norsk Magazin for Lægevidenskapen og reglugerð fyrir ísafjarðarsjúkrahús, og verður hennar nánar getiÖ. Ennfremur „The Medi- cal Review of Reviews“, des.hefti 1930; er í þvi mjög lofsamleg grein um „medical progress in Iceland" eftir dr. Anita M. Mi'thl. amerískan kven- læknir frá Californíu, er hér var á ferÖ í hitteð fyrra. Læknar á ferð. Luðvík Nordal, Eyrarbakka, Páll V. Kolka, Vestmanna- eyjum og Ingólfar Gíslason, Borgarnesi ásamt frú, hafa verið á ferð hér í Reykjavík. Utanferð. Kjartan Ólafsson, augnlæknir, brá sér nýlega snögga ferð til London. Rannsóknastofa Háskólans framkvæmir, frá 1. jan. 1931, aftur ókeypis rannsóknir viðvíkjandi næmum sjúkdómum. Eru 5000 kr. veittar til Jiess á fjárlögum fyrir 1931. Prófessor Guðmundur Thoroddscn veitir stofunni forstöðu í fjarveru Dun'gals docents. Háskólapróf. Fyrri hluta embættisprófs í læknisfræði tók cinn stúdent, miðhluta fimm. Embættispróf. Fullnaðarprófi i læknisfræði luku í febrúarmánuði þeir Kjartan Jóhannsson með II. eink. betri 139LÍ stigum og Sœhj'órn Magnús- son með II. eink. betri 1267Ú stigum. Gengu báðir i L. 1. að embættisprófi loknu. Nýr félagi: Jón Steffensen settur héraðslæknir á Hvammstanga gekk nýskeð í L. í. Gísli Pálsson, lœknir, hefir verið scttur til þess aÖ gegna Eskifjarðar- hcraði. Utanfararstyrkir og Lf. Isl. Tveir héraÖslæknar, Pétur Thoroddsen og Árni B. Helgason, hafa nýlega siglt og væntu ]>ess að fá utanfararstyrk eftir samtali við landlækni. Hann hefir undanfarið ráðiö mestu eða öllu um styrki þessa. En þegar til kom, neitaði dómsmálaráðherra um styrk, vegna þess að læknar þessir væru í Lf. ísl.! Þeir verða ekki margir, sem fá utanfararstyrk eftir þessu. — Nú er eftir aÖ vita hvort þingið vill láta gabba læknana á þennan hátt. Kaupendur Læknablaðsins, sem ekki eru í Læknafélagi íslands og eiga ógreitt áskriftarverÖiÖ fyrir 1930, 15 kr., eru vinsamlega beðnir að senda það sem fyrst afgreiðslumanni blaðsins, hr. Þorv. Jónssyni, Grettisgötu 37, Rcykjavík. Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson, Grettisgötu 37, Rvík. Félagsprentsmiðjan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.