Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 8
2 LÆKNABLAÐIÐ brigðismálum í framkvæmd, sem þykja horfa til verulegra heilla fyrir land og lýÖ. Vér þurfum aÖeins að hafa tvent hugfast: Vér verðum aS standa allir scm cinn maður. Að gœta þess vandlega, að málstaður vor sé góður. Þá er sigurinn viss! G. H. Landspítalinn. Landspitalinn er nú fullger og tekinn til starfa. Eru sjúkrarúmin 40 í lyflæknisdeildinni og 40 í handlæknisdeildinni, en 12 í fæÖingardeild- inni, alls 92. Á efstu hæðinni, sem ætluð er fyrir berklasjúklinga síðar meir, býr sem stendur starfsfólkið. Sjálft húsið er 3 hæðir og ofanjarðarkjallari. I austurenda hans er eld- húsið, útbúið fyrir gufusuðu og gassuðu. í sambandi við það eru búrin með uppþvottaklefum, matvælaþvottastofa, ýms matgeymsluherbergi, þ. á m. frystiklefi, borðstofa starfsfólks o. fl. Ein matarlyfta er frá eldhús- inu upp á efri hæðirnar, í býtibúr, sem eru i austurenda hverrar hæðar. í veslurendanum er röntgendeildin, með stofum fyrir radium- og Ijóslækn- ingar, biðstofur, skrifstofa læknis o. s. frv. Mun útbúnaður þar vera með því fullkomnasta, sem völ er á, þó mest af áhöldunum hafi verið flutt úr gömlu röntgenstofunnni og aðeins þau elstu og mest úr sér gengnu end- urnýjuð. Á 1. hæðinni eru a'Saldyr á miðri suðurhlið, og þar skrifstofa ráðs- manns til hægri. Gegnt dyrunum er álma til norðurs úr miðri aðalbygg- ingunni, og eru þar stofur yfirlæknisins og aðstoðarlæknisins í lyflækn- ingadeildinni, kliniskt laboratorium, kenslustofa fyrir læknanema, móttöku- herbergi fyrir sjúklinga með baði og fataskiftaklefa, svo og tvær einangr- unarstofur, fyrir sjúklinga, sem grunur leikur á um að hafi næma sjúk- dóma. Akbraut fyrir sjúkrabíl liggur að þessari álmu, og má aka alveg inn í anddyrið, að móttökuherberginu. Sjúkrastofur lyflækningadeildarinnar eru í aðalhúsinu á þessari hæð. Er mjög breiður gangur eftir húsinu endilöngu að norðanver'öu, en sjúkra- stofurnar allar að sunnanverðu. Stærstu stofurnar eru átta manna stofur, og eru þær í austur- og vesturenda að sunnanverðu, þá eru sex manna, þriggja manna og eins manns stofur, svo og dagstofur. Öll eru herberg- in mjög rúmgóð og vistleg. í staðinn fyrir hringingarlögn frá rúmunum er ljósakerfi, eins og gerist á nýjustu sjúkrahúsum. Á 2. hæðinnni er niðurskipun sjúkrastofanna í aðalbyggingunni hin sama og á fyrstu hæð, en í þverálmunni norður úr húsinu eru tvær operations- stofur og á milli þeirra sterilisationsherbergi; auk þess eru þarna önnur stnáherbergi, sem á þarf að halda í sambandi við operationsstofurnar, þó ekkert narkose-herbergi, stofa fyrir operations-hjúkrunarkonuna, yfirlækni og aðstoðarlækni deildarinnar. Á 3. hæðinni í aðalhúsinu eru fyrst um sinn íbúðir starfsfólks (þangað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.