Læknablaðið - 01.06.1931, Side 14
84
LÆKNABLAÐIÐ
einsýnt þykir, aÖ þær hafi endogen áhrif á vöxtinn. A þa'Ö bendir ótviræð
klinisk reynsla, aÖ börn vaxa mjög ört eftir tonsillectomiu og hinsvegar
eru tonsillur á fullvöxnum orðnar, ef heillirigðar, skæni litlar.
Svo sem kunnugt er, kemur æði oft ofvöxtur í tonsillur á börnum (hyper-
plasi) ; slikt þarf ekki að vera pathologiskt, nema ef önnur einkenni benda
til að þær séu sýktar. Ef ofvöxturinn er það mikill, að kirtlarnir fylli
upp kokið, valdi kyngingarörðugleikum, samfara klýju og lystarleysi, svo
og hindrun á máli, þá er nauðsynlegt að skera þá hurtu eða að minsta
kosti klippa af þeim.
Ef aftur á móti tonsillurnar sýkjast, þá þarf eindregið að taka þær,
því hvert svo sem starf þeirra er, þá geta þær þvi aðeins int það af hendi,
ef þær eru heilbrigðar. Sýkingin getur skeð á öllum aldri, akut við háls-
bólgur af ýmsu tagi, sem læknast ekki til fulls, og latent, jafnvel án þess
að sjúklingurinn viti til að sér hafi nokkru sinni orðið verulega ilt í hálsi.
Einkenni þessarar chronisku tonsillitis erti margskonar. Fyrst má telja há-
rauðan lit á kirtlinum og fremri gómboganum, sem stingur ntjög í stúf
við gljáandi slímhúðina í kring. Ef þrýst er laust á kirtilinn, kennir sjúk-
lingurinn venjulega sársauka, þar sem normalt finst aðeins snerting. Togi
maður fremri gómbogann frá, með sljófum haka, og þrýsti kirtlinum vit
í kokið með því að styðja fingri undir kjálkabarðið, þá rennur oft út úr
honum graftrarslím eða þunn graftrarvilsa, en nær altaf má kreista út úr
íellingunum, sér í lagi við efri pólinn, harða, daunilla, ostlita tappa, sem
myndaðir eru úr epithelcellum, lymphocytum og sýklum. Sýklarnir, sem
venjulega finnast í þessu graftrarslími, og töppum, eru tíðast strepto-
staphylo- og pneumococcar, en ekki ósjaldan t. b. bacillur. Smásjárrann-
sókn á kirtlinum, sýnir venjulega örvef í lymphoidsvæði hans og felling-
unum, svo að oft helst þar gröftur á bak við; hinsvegar er folliculvefur-
inn kompensatorskt hypertrophieraður, auldn lym])hocyta-myndun og epithel-
desquamatio. Ekki þarf þó kirtillinn, sem heild, að vera stækkaður, æði
oft alveg grafinn inn á milli gómboganna, en einmitt þessum tonsillum hætt-
ir hvað frekast við að sýkjast, af því að fellingar þeirra tæmast ver.
Þessi chroniska bólga hefir í för með sér bólgna hálseitla undir kjálka-
barði og niður með stóru æðunum milli trachea og m. sternocleido, þar sem
aftur á móti eitlabólga aftan við sterno-cleido í fossa supraclavicularis er
oftast af tuberculose uppruna. — Þá eru þessir sjúklingar flestir með
skóf á tungu, óbragð í munni og andremmu. Þeim hættir mjög til að kvef-
ast við lítilfjörlegar tækifærisorsakir, svo sem veðrabrigði; þannig er hæsi
mjög tíð og þrálátur kitlingshósti, sem stafar af þrota undir barkalokinu.
I pharynx er chroniskur katarrh og hypersensibilitet, sem gerir sjúkl. ner-
vösan. Rhinitis er algengt einkenni, og hættir concha inf. til að ])rútna
öðru hvoru. Þannig er það algengt, að sjúklingurinn getur aðeins andað
með þeirri nösinni, sem upp snýr, ef hann liggur á hliðinni, en breytist,
ef hann legst á hina hliðina. Þetta stafar í og með af truflaðri lymphu-
afrás frá nefi, sennilega af þrýstingi á æðarnar. — Sökum þessarar kvef-
sælni verður það skiljanlegt, að sjúklingunum hættir til að fá ])rota í
kokhlustina og jafnvel otitis media. Annars er verkur út í eyra algengt
einkenni og orsakast af þrýstingi frá bólgnum eitlum í regio retromandi-
bularis. Rígur í háls- og jafnvel axlarvöðvum, verkur í hnakka og niður
í herðablöð er mjög oft. Þrálátur ennisverkur, stundum samfara svima,