Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1931, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.06.1931, Qupperneq 18
88 LÆKNABLAÐIÐ Fyrir næsta flokknum þyrfti að fara að reyna a'Ö vekja áhuga manna, — ekki að eins vegna þess, aÖ 15. hver maÖur hér á landi á von á því, að deyja úr því, sem nefnt er apoplexi eða slag, heldur og einnig vegna þess, að áður en maður dcyr úr slagi, cr hann venjulega húinn að lifa mörg ár við minkað vinnuþrek, minkaða lífsgleði og ýmis smávægileg symptom, er menn undir vanalegum kringumstæðum ekki hirða um, eða hyggja óhjákvæmileg örlög, þreytu, ellimörk eða eitthvað, sem menn kalla slit. — Það er auðvitað, að flokkurinn „heilablóðfall" í dánarskýrslunum, er að nokkru leyti ruslakista, eins og allir aðrir flokkar í dánarskýrslunum hljóta að verða. I honum felast fyrst og fremst hœmorrhagia cerebri, en einnig cmbolia og thrombosis, cnccphalitis og nokkrir aðrir sjaldgæfari sjúkdómar. Þó má telja víst, að hinir 3 fyrstu séu það, setn aðallega fyllir þenna flokk, og að þar af sé blæðingin sennilega einna algengust, m. ö. o. að aðallega séu blóðrásar- og œðakerfissjúkdómar í honum. Rannsókn á orsökum að apoplexi verður því að hefjast með rannsókn á blóðrásar- kerfinu. Slik rannsókn er auðvitað margþætt, en einn þýðingarmesti liðurinn i henni er vafalaust blóðþrýstingsmœlingin. Hún er að vísu langt frá því að vera fysiologiskt experiment, eins og hún þyrfti að vera; til þess er hún altof „flókin", þ. e .a. s. háð alt of mörgu öðru en æðunum eingöngu. Samt sem áður má með henni fá nokkrar bendingar um þann þrýsting, scrn er á œðunum. Þessi þrýstingur er auðvitað fyrst og fremst árangur af þeim krafti, sem blóðinu er dælt með út í æðakerfið, og af þeirri mót- stöðu, sem blóðbylgjan mætir í æðakerfinu, aðallega arteriellu hlið þess. Krafturinn, sem dœlir blóðinu út í æðakerfið, fer eftir ástandi hjartans sjálfs og motoriskum impuls þess. Mótstaðan fer eftir ástandi <rdakerfis- ins, vidd þess fyrst og fremst og ástandi æðaveggjanna. Ennfremur eftir ástandi blóðsins. En vídd æðakerfisins fer aftur mest eftir impulsum frá ósjálfráða taugakerfinu. Það er af þessu ljóst, að blóðþrýstingsmælingar hafa mjög mikla þýð- ingu fyrir rannsóknir á dánarorsökum ellihrumleika, licilablóðfalli, lungna- bólgu og hjartabilun, eða til samans 30—40% allra dauðameina. Vegna þessarar geysimiklu klinisku þýðingar, sem l)lóðþrýstingsmæl- ingarnar hafa, hefi eg viljað beita mér fyrir því, að allir læknar tækju þær upp sem sjálfsagðan lið í allri almennri rannsókn á sjúklingum. Það kann að vera, að nokkur vandkvæði verði á því að vekja áhuga lækna fyrir rannsóknum á blóðrásarkerfinu, nú á þessum tímum hacterio- logi, immunologi, vitaminrannsókna o. s. frv. Það má þó vera, að grund- völlur sá, sem almenna heilbrigðisfræðin nú á tímum hefir gert sjálfsagð- an, verði málefni þessu heppilegur, en sá grundvöllur er, að reyna fyrst og fremst að fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr örorku. Hvað líður samrannsóknum á blóðþrýstingi, þá er um það að segja, að mér vitanlega hefir enginn læknir enn þá tekið upp systematiska blóðþrýst- ingsmælingu á öllum sjúklingum sínum, nema Valtýr Albertsson, Bjarni Bjarnason á Akureyri, nú fyrir skemstu, og eg. Ekki nærri allir læknar landsins hafa átt blóðþrýstingsmæli, og hefi eg því nninnlega og skriflega og i Læknablaðinu mælst til þess við lækna, að þeir eignuðust þá, og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.