Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1931, Page 30

Læknablaðið - 01.06.1931, Page 30
100 LÆKNABLAÐIÐ dönsku, og skýrði frá rannsóknum um þatS efni á Vifilsstaðahæli. Erindið þakkað með lófaklappi. III. mál á dagskrá: Próf. dr. med. L. S. Fridericia flutti fyrirlcstur ttin zntaminrannsóknir siðustu ára. Var hann boðinn velkominn af formanni, er þakkaði erindið einnig á eftir. Dr. Helgi Tómásson gat um nokkra sjúklinga með nevritis, er hann hafði gefið ger með góðum árangri. IV. mál á dagskrá: Dr. med. & phil. Anita Múhl flutti erindi um ósjálfráða skrift og teikn- ingar og sýndi ýmsar myndir. Erindið var þakkað með lófaklappi. Hafði gesturinn verið boðinn velkominn af próf. Guðm. Hannessyni, er skýrði nokkuð frá rannsóknum fyrirlesarans. V. mál á dagskrá: M. Júl. Magnús flutti svohljóðandi tillögu f. h. stjórnarinnar: „Fundurinn telur það óhæfu, að heilbrigðisskýrslurnar skuli ekki hafa komið út siðan 1929. Hann telur það sjálfsagt, að heilbrigðisstjórnin sjái um, að þær kotni út sem allra fyrst, og þær séu samdar af manni, sem fulla þekkingu hefir á því vandamáli." Tillagan samþykt í cinu hljóði. ...... VI. mál á dagskrá: M. Júl. Magnús flutti svohljóðandi tillögu: „Læknafélag íslands gefi árlega út Árbók fyrir félagið.“ Till. samþykt í einu hljóði. 1 ritnefnd voru endurkosnir með lófataki Gunnl. Einarsson og M. Júl. Magnús. VII. mál á dagskrá: Þórður Edilonsson skilaði áliti milliþinganefndar í taxtamálinu, og lagði fram tillögur hennar um nýja gjaldskrá fyrir héraðslækna. Bar nefndin fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn felur stjórninni að láta fjölrita tillögur nefndarinnar í gjaldskrár-málinu, með þeini viðaukum og ljreytingum, sem henni virð- ast nauðsynlegar, og senda þær öllum félagsmönnum til athugunar og leiðbeiningar. „Fundurinn telur það nauðsynlegt, að allir héraðslæknar fylgi því sem næst sömu gjaldskrá." Samþykt með öllum greiddum atkvæðum. VIII. mál á dagskrá: Tillaga frá próf. Guðm. Hannessyni: „Fundurinn skorar á stjórnina, að gangast fyrir nákvæmri rannsókn á hæð og þyngd isl. barna.“ Tillagan samþ. í einu hljóði.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.