Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1931, Síða 33

Læknablaðið - 01.06.1931, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 103 Á hverju ári hafa að meðaltali fundist 11,6 nýir sjúklingar (27. júní 1920 til 31. des. 1929). Manndauði úr allri berklaveiki er talinn þannig (ef líkleg en ekki viss tilfelli eru talin með) : 1899—1919 1920—1929 1844—1878 1879—1898 I4.I 19*3 Það, sem er eftirtektarverðast við þessar tölur, er hin geysilega minkun manndauðans þessi 9)4 ár, sem Rasmussen hefir dvalið í Ejde. Og þó smitast allt að 86% einhvern tima á æfinni! Eftirtektarvert er það og, að í héraði með 185 mönnum, sem annaðhvort eru sjúkir af berklaveiki eða hafa merki eftir hana, deyja árlega að eins 1,8 menn úr tuberc. — Á hvert dauðsfall koma þá 100 menn nteð latent eða activ tub. Rasmussen telur víst, að veikin sé gömul í héraðinu, hafi verið útbreidd í byrjun 19. aldar, — og þó fer ekki að byrja að draga úr manndauðanum fyr en eftir aldamót, en aftur stórkostlega eftir 1920. Þessi lireyting er of hröð til þess, að hún verði skýrð með vaxandi ónætni. R. segir, að ekki standi hún í sambandi við fjölmenni eða þéttbýli, en vondir sýklaberar seg- ir hann að eitri alt umhverfis sig, svo að á heimilum þeirra verði oft öll börnin -þ P. Hefir efnahagur, matarhæfi eða hreinlæti batnað stórum síð- an 1920? Þetta er líklega vafasamt. Það er því líkast sem Rasmussen hafi sjálíur haft þessi áhrif, og vis væri hann til þess að ganga vel fram i því að finna og einangra sýklabera og kenna fólkinu varúð og góðar lífsreglur. — Það skyldi nú koma upp úr kafinu, að krefjast mætti af héraðslækni að minka manndauðann úr berklaveiki urn meira en helming á 10 árum, eða missa héraðið að öðrum kosti! Margar spurningar standa í sambandi við allt ])etta, sem höf. svarar ekki i þetta sinn. Gerir hann ráð fyrir að rita um þær síðar. Höf. telur full nöfn sjúklinga, ættartölur o. fl. og þess vegna er bókin ekki seld almenningi. Eg efast um að þetta sé að gagni fyrir aðra en lækna í Ejdehéraði. G. H. F r é 11 i r. Aðalfundur L. I. í júlí var hinn íjölmennasti, sem haldinn hefir verið. Um 50 læknar sátu fundinn. Mikla athygli vöktu erindi hinna merku dönsku gesta, er fundinn sóttu, þeirra Dr. Frandsens, heilbrigðismálastjóra Dana og Próf. Fridericia, kennara í heilbrigðisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Erindin voru bæði einkar fróðleg og skörulega flutt. Glögt kom fram í erindi Dr. Frandsens hve mikla áherslu Danir, eins og aðrar mentaþjóðir, leggja á að öll embætti lækna séu eingöngu veitt eítir verðleikum og að hæfustu nienn í hverri grein séu látnir dæma um ment- un og afrek umsækjendanna. Stingur það ekki lítið í stúf við þann sið, sem tekinn hefir verið upp hér á landi hin síðustu ár, að veita fjölda embætta þvert ofan i tillögur ])eirra manna, sem færastir eru um að meta hæfileika og mentun þeirra, sem um embættin sækja.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.