Læknablaðið - 01.06.1931, Page 34
104
LÆKNABLAÐIÐ
Fyrirlestra próf. Fridericia ákvað LæknablaðiS að birta. Framsetning
þeirra öll og efnismeðferð var eins og vænta mátti af hálfu eins hins besta
fyrirlesara við Kaupmannahafnarháskóla og þekts vísindamanns.
Vér væntum þess, að þessir fyrirlestrar verði til að glæða löngun til vis-
indastarfsemi meðal hinna yngri lækna, og þess verður að krefjast, nú þeg-
ar vér höfum eignast hinn ágæta Landsspítala, með allmörgum yngri lækn-
um sem föstum starfsmönnum, að þar myndist vísir til vísindalegrar starf-
semi undir handleiðslu yfirlæknanna og kennara Læknadeildar Háskólans.
Fullnaðarprófi í læknisfræði luku í júnimánuði þau:
Bjarni Sigurðsson .......... I. eink. 160 stig
Bergsveinn Ólafsson ....... II. — 146Yz —
Guðm. Karl Pétursson .... I. ág. - 218% —
Högni Björnsson ............ I. eink. 176^3 —
Jóhann Sæmundsson ......... I. — 1792/t, —
Július Sigurjónsson ....... I. — 193J4 —
Karl Guðmundsson ......... II. — 147^ —
Maria Hallgrimsdóttir ..... II. — 107 —
Hvað verður um yngri læknana? Bergsvcinn Ólafsson gegnir Beru-
f jarðarhéraði í fjarveru héraðsl. Bjarni Sigurðsson er settur héraðsl. i Naut-
eyrarhéraði. Guðm. K. Pétursson kandidat á Landsspítalanum. Högni Björns-
son farinn utan. Jóliann Sœmunclsson gegnir Blönduóshér. i fjarveru hér-
aðsl. Karl Guðmundsson ráðinn vikar í Borgarneshér. Utan fara á næstunni
þau Júlíus Sigurjónsson og María Hallgrímsdóttir.
Heilbrigðisskýrslurnar. Eitt af afreksverkum heilbrigöisstjórnarinnar,
þessum sem hæst tala, er það að hafa vanrækt útgáfu heilbrigðisskýrslnanna
síðustu ár. Henni hefir ekki þóknast að leita til G. H. með samningu þeirra,
heldur gerði hún þá ráðstöfun, að sagt er, að Grétar Fells, lögfræðingur og
ritari landlæknis, semdi töflurnar, en Ólafur Thorlacius factotum stjórn-
arinnar, textann. Eftir þessu aS dæma er það sennilega lán í óláni, aö
engar skýrslur hafa komið út.
Samsæti var haldið að Hótel Borg að fundinum loknum. Sátu það ná-
lega allir fundarmenn og konur þeirra. Fjöldi ræða voru haldnar undir borð-
um og síðan stiginn dans fram á nótt. Fór samsætið hið besta fram.
Hjónaband. Gefin voru satnan á ísafirði 26. júlí s.l. þau Sigriður Auð-
uns, alþrn. Jóns Auðuns, og Torfi Bjarnason læknir.
Utanfarir. Nýlega eru farin utan Dr. Gunnl. Claessen og frú, Kristján
Arinbjarnar, frú og börn, Karl Jónsson læknir og frú, Bragi Ólafs-
son læknir, Hafnarfirði, og Högni Björnsson læknir.
Gísli Pálsson læknir er nýlega kominn suður, og sestur að i Hafnarfirði,
sem praktiserandi læknir.
Ritstjórnin vill vekja athygli á, að samkvæmt samþykt siðasta Lækna-
þings verður árgjald blaðsins framvegis innheimt sér, en ekki innifalið í
árstillagi L. í. Allir, sem skulda blaðinu, eru vinsamlega beðnir um að
greiða skuld sína hið fyrsta eða semja við afgreiðslumann blaðsins um
greiðslu á henni.
Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson,
Grettisgötu 37, Rvík.
Félagsprentsmiðjan.