Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1935, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.1935, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGI TÓMASSON, HALLDÓR HANSEN, SIG. SIGURÐSSON 21. árg. Reykjavík 1935. * HœlaAjju obiOu JícelcjAjcJlájíoLj^iyis. (Árztliche Versicherung fiir árztliche Hilfe) (deutsche Zusammenfassung'). Eftir Helga Tómasson. p.t. formann Læknafélags Rvíkur. Þaö mun ávalt hafa nokkur út- gjöld í för með sér fyrir menn aS verða veikir. Utgjöld þessi eru sumpart bein, sumpart óbein. Ó- beinu útgjöldin stáfa aSallega af tekjumissi, sem fyrst og fremst er vegna atvinnumissis. Beinu út- gjöldin eru til læknishjálpar, lyfja eSa læknisaSgerSar, hjúkrunar í heimahúsum eSa sjúkrahúsi. Útgjöld þessi koma fyrr eSa síS- ar fyrir hvern mann og eru sem kunnugt er oft tilfinnanleg. Hér á landi koma aS meSaltali á ári um 5 sjúkrahúslegudagar á hvert mannsbarn og þaö mun varlega reiknatS, aS læknisvitjanir utan sjúkarhúss séu álíka margar, eSa að meSaltali 5 á hvert mannsbarn í landinu. Vitanlega eru þær fleiri í kaupstöðum og þar sem auSvelt er aS ná til læknis, en þar sem meiri erfiSleikar eru á því. I öíSrum löndum mun taliS aS í kaupstöð- um séu læknisvitjanir utan sjúkra- húsa um 2—3svar sinnum fleiri en legudagafjöldi á sjúkrahúsum, en þaS svaraSi til þess aS 10—15 læknisvitjanir kæmu aS meSaltali árlega á mann hér í Reykjavík. Þetta myndi svara til þess aS allir læknar hér í Rvík til samans hefSu um 1000 konsulvationir, hverju nafni sem nefnast, á dag. ÞaS mun sennilega hámarkstala, en raun- verulega talan vera nálægt 800. Þessar almennu tölur, sem þó ekki ber aS skoSa nákvæmar, 5 sjúkrahússlegudagar og þess- utan 10 læknisvitjanir á mann á ári í kaupstaS, eru vitanlega fljótt á litiS ekki stór útgjaldaliS- ur, ef aS reiknaS væri meS hon- um árlega og t. d. fé lagt til hliS- ar, samsvarandi honum, til þss aS nota, er á þyrfti aS halda, þó ekki yrSi máske fyrr en seint og síSar- meir. En eins og alkunnugt er, þá gerir fólk þaS ekki, þó þaS sé eitt af því fáa, sem þaS getur vitaS, meS nokkurnveginn vissu, aS ein- hvemtíma verSi þaS veikt, og þá hafi1 þaS útgjöld í för meS sér. ÞaS er því ekki aS furSa, þó

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.