Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1935, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.06.1935, Blaðsíða 6
20 LÆKNABLAÐIÐ dómstilfellum o g fundist það mannúðlegt að hinir heilbrigðu hjálpuðu hinum sjúku til þess að bera byrðar sinar, gegn gagn- kvæmri stoð ef til kæmi. Þetta hefir mönnum einnig fundist hér í Reykjavík og hér á íslandi, þó kerfið hafi ekki ennþá náð þeirri útbreiðslu hér, sem hún er mest annarsstaðar. Hefur það m. a. stafað af því, að hér var svo miklu strjálbýlla. T. d. voru víst ekki nema 10.000 íbúar í Rvík er S. R. var stofnað. Það átti vitanlega við nokkuð þröng kjör að búa fyrstu árin, vegna þess að það tók nokkum tíma fyrir það, að fá þann hlut- fallslega lágmarksmeðlimafjölda, sem er nauðsynlegur til þess að svo víðtæk, gagnkvæm sjúkra- trygging gæti borið sig, sem S. R. frá upphafi ætlaði sér. Það mætti jafnan miklum velvilja frá L. R. Gjöld L. R. voru jafnan á- kveðin þannig að fullt tillit var tekið til getu samlagsins og alla tíð síðan að félagið samþykti sér taxta í des. 1916 sætti S. R. bestu kjörum hjá læknafélaginu. Það hafa auðvitað oft verið á- rekstrar á milli félaganna meiri og minni, en sem þó hafa jafnast aftur. Það má því til sanns veg- ar færa að L. R. þurfi ekki und- an neinu að kvarta við S. R., sem fyrir lipurð L. R. yfirleitt hefur getað unnið mikið og gott starf i bænum. En viðbúið er að viðhorf þess- ara félaga breytist, ef samlags- hreyfingin hér færi í líka átt og í sumum öðrum löndurn. Þessvegna held ég að væri hyggilegt af okkur hér í L. R. og islenskir læknar yfirleitt, að taka til alvarlegrar yfirvegunar, hvort ekki mundi heppilegra fyrir alla aðilja, að beina sjúkratrygg- ingarhreyfingunni hér inn á aðrar brautir, en þær sem hún hefur farið í sumuin öðrum löndum, eins og t. d. Skandinavíu og Þýska- landi. Ef sjúkratryggingarfélög yrðu almenn, gildir vitanlega sama um þau og sjúkrasamlögin, svo að sú leið virðist heldur ekki æskileg að efla þau. Aftur á móti ættu menn að íhuga þá þriðju leið, sem ég benti á, sem sé þá, að læknishjálp trygðu menn sér hjá læknunum sjálfum (eða þeirra trúnaðarmanni eða félagi þeirra). Með þ\d væri óviðikomandi , .leikmanns-milli- liðurinn útilokaður milli læknis og sjúklings og menn nálguðust hús- eða fjölskyldulæknisfyrirkomulag- ið. Hið ideella við það frá læknis- ins og sjúklingsins hlið, var það einkamálsform, ef svo mætti segja, sem var á sambandinu milli sjúk- lings og læknis. Enginn leikmanns aðilji var kominn þar inn á milli þeirra. Og það hefir frá alda öðli verið álitið eitt hið göfugasta við jsamband sjúklings og læknis og einn hymingarsteinn undir starf- semi læknisins, að taka oft þátt í ströngustu einkamálum sjúkling- anna. Eins og nú er komið málið í mörgum löndum, og eins og það virðist líka geta þróast hér, þá er þetta einkasamband sjúklings og læknis mikið til búið að vera. Og er það vafalaust til skaða fyr- ir báða aðilja. — Nú er los á fólki við lækna sína, það streymir mest til sérfræðinganna og upp á eigin ispýtur; eða það er í sjúkrasamlög- um, þar sem það tilkynnir hvaða læknir það óski sér helst, eða því er vísað til einhvers ákveðins læknis, af skrifstofu samlagsins. M. ö. o. leikmanns-aðili er kominn inn á milli sjúklingsins og lækn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.