Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1937, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.1937, Blaðsíða 7
LÆKNABL AÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGI TÓMASSON, HALLDÓR IIANSEN, SIG. SIGURÐSSON 23. árg. Reykjavík 1937. i thi Samningur milli Læknafélags Reykjavikur (L. R.) og Sjúkrasamlags Reykjavíkur (S. R.). 1. gr. Samningsaðiljar. L.R. tekur að sér að veita hlut- tækum meðlimum S.R. og börnum þeirra alla þá hjálp utan spítala, sem S.R. tekur að sér að tryggja, með þeim skilyrðum, sem tekin eru fram í þessum samningi. 2. gr. Sjúkrasamlagslæknar. Allir Jæknar í Reykjavík innan L. R. hafa rétt til þess að gerast tryggingarlæknar samkvæmt lögum um alþýðutryggingar, nema sérstak- ir samningar eða önnur störf þcirra hindri, og má S.R. ekki ráða lækna til læknisstarfa við sjúkrasamlagið, nema þeir séu félagar í L.R. Þá má S.R. ekki ráða lækna til neinna læknisstarfa gegn föstu kaupi, nema samþykki L.R. komi til. Undanskil- ið er þó það, ef S.R. ræður sér fasta trúnaðarlækna til eftirlits, enda starfi þeir ekki að lækningum fyrir S.R. 3- gr- Læknaval og heimildarskírteini. S.R.-meðlimir velja sér einn heimilislækni og sérlækna í nef-, háls- og eyrnasjúkdómum og augn- sjúkdómum til eins árs í senn og geta aðeins skift um lækni við ára- mót. Þeir samlagsmenn, sem ganga í samlagið eftir áramót, geta skift um lækni frá næstu áramótum að telja, eins og aðrir. Deyi læknir eða flytji burt eða hætti lækningum fyr- ir samlagið, hafa S.R.-meðlimir rétt til að velja sér þegar nýjan lækni. Hjón og framfærsluskyld börn þeirra skulu hafa sömu lækna. Ó- heimilt er trúnaðarmönnum sam- lagsins að visa á vissa lækna; skulu þeir afhenda samlagsmönnum skrá yfir alla þá lækna, er taka að sér lækningar fyrir samlagið og láta samlagsmenn velja án íhlutunar. Sj úkrasamlagið skal senda læknum sinum skrá yfir samlagsmenn þeirra ásamt S.R.-númeri, heimilisfangi og barnafjölda, eigi siðar en í des- ember ár hvert. Skal fylgja sérskrá yfir þá, sem dáið hafa eða farið liurt úr samlaginu á árinu og um þá, sem bætst hafa við og á hvaða tíma hver um sig hafi komið eða farið. Æski fleiri en iooo samlagsnúm- er að hafa sarna lækni, er honum heimilt að auka tölu samlagsnúm-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.