Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1937, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.02.1937, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ era sinna um alt aS helming þeirra, sem eru fram yfir iooo, þó þann- ig, aÖ hámarkstalan fari aldrei fram úr 1500 númérum alls um áramót. A sama hátt er augnlækn- um, nef-, háls- og eyrnalæknum heimilt að auka tölu samlagsnúmera sinna um helming þeirra, sem eru fram yfir 6000, þó þannig, að há- markstala þeirra fari aldrei fram úr 9000 númerum alls um áramót. Óski fleiri meðlimir að hafa sama lækni, er honum heimilt að velja úr, enda hafi samlagslæknir heim- ild til að takmarka tölu samlags- númera sinna eftir samkomulagi við stjórn S.R. Sjúkrasamlagsmaður, er óskar læknishjálpar, skal sýna lækni sain- lagsins bók sína eða skírteini, er sanni að hann hafi rétt til læknis- hjálpar á kostnað samlagsins. Geti hann það ekki, er lækni heimilt að krefjast greiðslu fyrir verk sitt af sjúklingum, eins og hann væri ekki í samlaginu. Undanskilin þessu á- kvæði eru þó slys, bráðir sjúk- dómar og því um líkt, en þó skal sjúklingur sýna skírteini sín, svo fljótt sem við verður komið, í síð- asta lagi næsta dag. Samlagsmenn skulu einnig sýna samlagsbók sina í lyfjabúð, er lyf eru afgreidd. 1 samlagsbók skal vera nafn og heim- ilisfang sj úkrasamlagsmeðlims, ágrip af samþykt sjúkrasamlagsins og af samningi þessum. 4- gr- Skyldur lækna. Samlagslæknir er aðeins skyldur til að veita samlagsmönnum sínum læknishjálp, eftir þessum samningi, sé samlagsmaður staddur innan tak- marka lögsagnarumdæmis Reykja- víkur, er læknishjálp fer fram. Starfstími almennra samlagslækna er frá kl. 8—20 hvern virkan dag, en vitjanabeiðnir skulu vera komn- ar til læknis fyrir kl. 14, ef óskað er eftir heimsókn samdægurs, nema um slys, bráða eða hættulega sjúk- dóma sé að ræða. Öllum læknum, sem starfa fyrir samlagið, er skylt að gæta alls þess sparnaðar í tilvísun til sjúkrahúsa og sérfræðinga, í nætur- og helgi- dagavitjunum, svo og í ráðlegging- um lyfja og umbúða, er samrýman- legur er sjálfsagðri umhyggju fyr- ir sjúklingnum. Þannig skulu þeir meðal annars gera sér far um að ráðleggja ekki dýr verksmiðjulyf, er önnur jafngild en ódýrari eru fyrir hendi. Læknafélagið aðstoði sjúkrasamlagið við aö gera skrá yfir verksmiðjulyf, er sjúkrasam- lagiö leyfir ekki aö ávísa á sinn kostnað. 5- gr. Iívartanir, kærur og refsiákvæði. Finni tryggingarlæknir að sam- lagsmaður geri sér upp sjúkdóms- einkenni eða leitist við að hlekkja lækninn eða samlagið, skal hann gefa trúnaðarlækni samlagsins upp- lýsingar um það. Fari samlagsmaður ekki að ráð- um læknis eða neiti aðgerð, er lækn- ir telur nauðsynlega, getur læknir- inn neitað að stunda hann áfram, en jafnframt skal hann tafarlaust tilkynna það trúnaðarlækni sam- lagsins. Krefjist samlagsmaður læknisvitjunar ástæðulaust, getur læknir kært það til samlagsins og sannist að svo sé, má læknirinn neita að stunda samlagsmanninn frá næstu mánaðamótum. Heimsæki læknir samlagsmeðlimi eða geri önnur læknisverk ástæðulaust og ótilkvaddur, á hann ekki kröfu til greiðslu fyrir það. Nú kemur samlagslæknir ekki til samlagssjúklings, þó til hans hafi verið leitað á tilsettum tíma, eða enginn er á heimili hans til að veita

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.