Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 11
L /E K N A B L A Ð I Ð 129 þykkt fyrir Reykjavík. Þetta er núgildandi heilbrigðissam- þykkt Reykjavíkur, er sam- þykkt var með lítilsháttar hreytingum. Eins og að líkum lætur lét Magnús Pétursson stéttarmál til sin taka, og varð brátt í þeim efnum áhrifamaður. Hann átti sæti í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1924—1926 og aft- ur 1932—1933 og þá formaður þess. Hann átti sæti í stjórn Læknafélags íslands frá 1930 —1951 og var formaður þess óslitið frá 1935—1951. Eins og vænta mátti var Magnús Pétursson sæmdur ýmsum iieiðursmerkjum. Heið- ursmerki þýzka Rauða kross- ins hlaut hann 1936, R. Dbr. 1938, og stórr. fálk. 1. des. 1942. Magnús Pétursson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg Sighvatsdóttir, Rjarnasonar, bankastjóra. Iíana missti hann eftir tæpra fjögurra ára sambúð. Sonur þeirra var Pétur læknir, sem dáinn er fyrir um það hil tíu árum. Síðari kona Magnúsar Péturssonar var Kristin Guð- laugsdóttir, Guðmundssonar, sýslumanns og bæjarfógeta á Akureyri. Hún lifir mann sinn ásamt þremur börnum þeirra. En eitt þeirra, Önnu, misstu þau 1957. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Eins og ég þegar hef lekið fram, þá missti Magnús Pét- ursson tvö af börnum sínum, Pétur og Önnu, á bezta aldri. Bæði prýðilega vel gefin. Má því segja, að hann hafi ekki farið varhluta af þungum raunum, eins og gengur á langri lífsleið. Ég, sem rita þessar línur, var svo lánsamur að vera í nánu samstarfi við Magnús Péturs- son um það bil einn áratug. Það skal hreinskilnislega ját- að, að ég tel það eitt af mínum mestu gæfusporum i lífinu, að ég skyldi vera í þessu sam- starfi við hann. Ef til vill gerði ég mér þetta ekki fyllilega ljóst meðan á samstarfinu stóð, en atvikin liafa hagað þvi þannig, að ég átti eftir að sann- færast enn betur um þetta síð- ar. Magnús Pétursson var af- burða mannþekkjari, og virtist gera sér glögga grein fyrir, hverjum af samstarfsmönnum sínum hann mátti fyllilega treysta og hverjum miður vel. Allt starf Magnúsar Péturs- sonar virtist mér einkennast af skilningi, ljúfmennsku, góð- vild og prúðmennsku. Eitt mætti ef til vill að honum finna, og er hart að þurfa að segja það: Hann var allt of míkið góðmenni fyrir heim- inn, eins og hann gengur og gerist á vorum dögum. Mér virðast ummæli þau, sem sögð voru á sinum tíma um ísleif

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.