Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 26
144 LÆKNABLAÐIÐ brotum gegn lögum þessum eru sektir. Þá gat form. þess, að fengizt hefði breyting á lögum um al- mannatryggingar, og heimilað að taka upp fjórðungsgjald á II. verðlagssvæði, eins og gert hefur verið á I. verðlagssvæði. Drap formaður næst á að- gerðir vegna breytinga á gjald- skrá héraðslækna. Yerður nán- ar getið um það mál í sam- bandi við greinargerð gjald- skrárnefndar. Stjórn L. í. hafði borizt hréf frá finnska læknafélaginu, þar sem stungið var upp á því, að finnskir og islenzkir læknar skiptust á heimsóknum og byggju hver hjá öðrum og nytu gagnkvæmrar fyrirgreiðslu. taldi hugmyndina góða og myndi erindið lagt fram á læknaþingi. Því næst las formaður bréf frá Bjarna Snæbjörnssyni, en hann var formaður nefndar til atliugunar á starfsháttum lækna. Bjarni er staddur er- lendis um þessar mundir, gerði því i bréfi þessu grein fyrir störfum nefndarinnar og til- lögum sínum, sem gengu í þá átt, að heimilislæknisstörf og sérfræðingsstörf bæri að að- skilja, sjúkrasamlögum til hagshóta og sjúklingum til liagræðis. Hafði hann lagt til- lögur sinar fyrir nefndina, en ekki fengizt um þær samstaða, eigi heldur í stjórn og með- stjórn L. R. Taldi hann störf- um nefndarinnar lokið. Varagjaldkeri las upp reikn- inga félagsins, endurskoðaða af löggiltum endurskoðanda. Varagjaldkeri var nýkominn til landsins og hafði því ekki haft tækifæri til að alhuga reikningana sjálfur. Var þeim vísað til aðalfundar til sam- þykktar. Þá voru lesnir reikningar Ekknasjóðs. Námu tekjur sjóðsins kr. 47.896,35 á árinu, en eignir í árslok kr. 340.394,36. Mega styrkveitingar úr sjóðn- um ekki fara fram úr kr. 25.829,57 á árinu 1959. Ólafur Geirsson spurði, hvort vart hefði orðið við meiri þörf en sjóðurinn gæti full- nægt. Upplýsti sjóðstjórnin, að svo væri að vísu, en þó hefðu verið veittir fleiri styrkur held- ur en heðið hefði verið um. Æskilegt væri að læknar gæfu sjóðnum meiri gaum en verið hefur. Jón Sigurðson lagði til, að læknar væru stöðugt minntir á sjóðinn með því að prenta í Læknablaðið og e. t. v. viðar smáklausur, svo sem „Munið Ekknasjóðinn.“ Hannes Finnbogason lagði til, að minningarspjöld sjóðs- ins fengjust á Landsímastöðv- um, líkt og minningarspjöld Landspítalans. Var þvi vísað lil stjórnar Ekknasjóðs.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.