Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 57

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 155 3) Heilsuvernd og lækning sjúkdóma. 4) Rannsókn á því, hvaða þýðingu uppgötvun sjúkdómsins hef- ur fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Leit að sjúkdómum, forstigum þeirra og jafnframt orsök- um fer yfirleitt fram á sjúkrahúsum og lækningastofum. TJm niðurstöður af þeim athugunum má lesa í þykkum bókum, sem heita kennslubækur í læknisfræði. Nú er það alkunna, að oft or það skapgerðin frekar en einkennin, sem rekur fólk til læknis. Ekki er þess vegna víst, að læknisskoðun á þessu fólki gefi raun- hæfasta sjúkdómsmyndina og það af eftirfarandi ástæðum: 1. Leit að sjúkdómum og forstigum þeirra 1. 1 Sjúklingahópurinn, sem vitjar læknis, er ekki sýnishorn (random sample) úr hópi hinna sjúku. Ekki er því hægt að gera ráð fyrir, að sjúkdómsmynd þessa hóps sé einkennanai fyrir hina sjúku í þjóðfélaginu. 1. 2 Sá hópur manna, sem vitjar læknis, er oft með sjúkdóma á háu stigi og því erfitt að greina þá þætti sjúkdómsmyndar- innar, sem einkennandi eru fyrir sjúkdóminn á fyrri stigum. 1. 3 Þar eð læknir skoðar oftast sjúkt fólk, er oft erfitt fyrir hann að meta, hvort ákveðin breyting stafi af sjúkdómi eða sé líffræðilegs eðlis, t. d. ellibreyting, sem ekki þarf með- ferðar við. Við almenna hóprannsókn er auðvelt að ná í heil- brigðan samanburðarhóp og því auðveldara að meta gildi ýmissa breytinga. 2. Leit að orsökum sjúkdóma 2. 1 Oft er erfitt að ráða í orsakir sjúkdóms langhrjáðs sjúklings, þótt vel og samvizkusamlega sé reynt að grafast fyrir um sjúkdómsferil. 2. 2 Alkunnugt er, að orsaka margra sjúkdóma er að leita í um- hverfi og lifnaðarháttum sjúklings. Hætta er á, að þeir þættir séu of- eða vanmetnir, ef aðeins hluti af sjúklinga- hópnum kemur til athugunar og enginn heilbrigður hópur jafnframt til samanburðar. Af hóprannsóknum má m. a. draga eftirfarandi niðurstöður: Töluverður hópur hinna sjúku, þ. e. allt að 20—25% á aldr- inum 45—65 ára, hefur áður ófundin einkenni, 10 sem nútíma- læknar myndu telja sjúklegs eðlis, t. d. Q-breytingar á hjartaraf- riti, eins og sjást eftir neggdrep (infarctio myocardii) (420.10; 420.90). Meðal fólks með ákveðna sjúkdóma, eins og t. d. vissa hjartasjúkdóma, háþrýsting, blóðleysi og sýkla i þvagi, er þessi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.