Læknablaðið - 01.08.1967, Blaðsíða 58
156
LÆKNABLAÐIÐ
I. tafla
Previously Unknown Cases in Percentage of Found Cases in a
Population Study. (Brante, G., Óiafsson, Ó. et al. 1965) 2
Diagnosis Men Women
Urinary tr.act infections (789.20) (11) 94
Iron deficiency anaemia (291.10) 90 85
Heart disease (420.00—422.00) 45 67
Hypertensio (440.99—447.99) 42 37
tala miklu hærri, sbr. almennar hóprannsóknir, sem gerðar
voru í Eskilstuna 2 og Danderyd 1964—1966.
Þetta fólk leitaði ekki læknis, heldur var kallað til rannsókn-
arinnar.
Fleira athyglisvert hefur komið í ljós við þessar rannsóknir.
Ef stuðzt er við skilmerki W. H. O.10 og kennslubóka á há-
þrýstingi (hypertensio arterialis), kemur í ljós, að hundraðstala
karlmanna á aldrinum 45—65, sem eru með þennan sjúkdóm, er
um 20, en kvenna um 35.11 Framhaldsrannsóknir á þessu fólki
benda ekki til þess, að fleiri konur deyi af afleiðingum háþrýst-
ings en karlmenn, nema síður sé, enda ei' meðalaldur kvenna
hærri en karlmanna. Þessar niðurstöður benda til þess, að skil-
merki á þessum sjúkdómi þurfi endurskoðunar við.
ST-lækkun í hjartarafriti er margfalt algengari hjá konum
en körlum, og hundraðshluti 65 ára kvenna með þessa breytingu
er milli 35 og 40. Flestar þessara kvenna kenna sér einskis meins.
Blóðsökk er eitt algengasta prófið, sem tekið er, en enn þá
er að mestu leyti stuðzt við skilgreiningar Westergrens, sem er
reist á niðurstöðum á rannsókn á 25 ungum stúdentum, um
„normgildi“ þessa prófs.
Af Eskilstuna-rannsókninni og öðrum líkum rannsóknum
má sjá, að blóðsökk heilbrigðs fólks fer allmikið hækkandi eftir
aldri.
Af þessari töflu má lesa, að efri mörk blóðsökks heilbrigðra
kvenna við 50 ára aldur er 25 mm/klst. og karla 15 mm/klst.
Yfir 50 ára aldur eru efri mörkin um 30 meðal kvenna, en 25
meðal karla.
Föstu blóðsykursgildin eru töluvert hærri meðal kvenna en
karla á aldrinum 45—65 ára.1