Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 71

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 165 Eftirleiðis telur hin nýskipaða fræðslumálanefnd Hjúkrunarfélags íslands það skyldu sína að gera gangskör að því, að lögverndun hjúkr- unarheitisins og hjúkrunarstarfsins sé í heiðri höfð meðal þjóðarinnar, en margar kvartanir hafa borizt um, að svo sé ekki. Sá, sem æskir að útvega sér framangreint leyfisbréf, verður að senda heilbrigðismálaráðuneytinu eftirfarandi skjöl eða ljósprentanir af þeim: 1. Skjöl um námsferil og prófvottorð frá hjúkrunarskóla. 2. Ríkisskráningu. 3. Skírnarvottorð eða önnur persónuskilríki. . 4. Meðmæli frá vinnuveitanda. 5. Heilbrigðisvottorð. 6. Vottorð um íslenzkukunnáttu eða skuldbindingu til ís- lenzkunáms. í framhaldi af ofangreindu verður tilkynning þessi send öllum að- ilum, er um getur í 2. gr. hjúkrunarlaganna, og er vinsamlegast óskað eftir sem beztri samvinnu í þessu máli. Virðingarfyllst, f. h. fræðslumálanefndar Hjúkrunarfélags íslands Guðrún A. Þorsteinsdóttir (nefndarformaður) Elín Eggerz Stefánsson (nefndarritari) REVKJAVIKLR APÓTEK SÍMI 11760

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.